Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. júlí 2020 08:16 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur opnað á möguleika fyrir hluta íbúa Hong Kong að flytjast til Bretlands og eiga möguleika á að sækja um ríkisborgararétt þegar fram í sækir. Getty Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt. Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt.
Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00