Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. júlí 2020 08:16 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur opnað á möguleika fyrir hluta íbúa Hong Kong að flytjast til Bretlands og eiga möguleika á að sækja um ríkisborgararétt þegar fram í sækir. Getty Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt. Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt.
Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00