Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 13:14 Áslaug Arna með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sér til hægri handar en í forgrunni, ekki í fókus, er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn hafa nú tekið höndum saman og verjast harðri gagnrýni vegna afdrifa frumvarps um „afglæpavæðingu“. visir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, fjallar um afar umdeilt frumvarp sem fellt var á lokadögum þingsins á síðu sinni; frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snerist um að ekki væri lengur refsivert að vera með neysluskammta fíknefna á sér. Dómsmálaráðherra segir frumvarpið gallað og það sem meira er: Frumvörp séu ekki ályktun félagasamtaka. Frumvarpið var fellt á þinginu og hefur geisað hatröm umræða um það síðan. Áslaug Arna segist efnislega sammála málinu, það séu flestir og stríðið gegn fíknefnum eins og það hefur verið háð hafi leitt meiri hörmungar yfir okkur en neyslan. „En það er ekki nóg að gera bara eitthvað og kalla það afglæpavæðingu,“ segir Áslaug Arna í grein sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. Botnlaus sjálfhverfa og skortur á samkennd Áslaug Arna var ein þeirra sem ekki greiddi atkvæði um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur átt í vök að verjast í málinu.visir/vilhelm Ýmsir hafa fjallað um málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna hefur legið undir ámæli að hafa svikið lit, en hann sagði „nei“ í atkvæðagreiðslunni, ritaði grein sem hann birti á Vísi og hefur hún fengið afar blendnar viðtökur meðal stuðningsmanna frumvarpsins eins og til að mynda má sjá í athugasemdum við greinina. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svarar Kolbeini í grein sem var að birtast á Vísi. Þar segir hún, og er afdráttarlaus: „Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei?“ Ekki hægt að afnema refsiramma um matskennd atriði Áslaug Arna telur hins vegar, eins og áður sagði, frumvarpið hálfkarað. „Þetta er ekki ályktun félagssamtaka eða stjórnmálaflokks, heldur landslög sem fela í sér refsiheimild. Því er enn meiri ástæða til að vanda sig þegar gera á breytingar á þeim. Það voru ýmsir alvarlegir gallar á frumvarpi Pírata. Í stað þess að greiða atkvæði um gallað frumvarp hefði verið réttara að vanda til verka og halda vinnunni áfram,“ segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra nefnir sem dæmi að það sem ýmsir sem hafa talið vert að setja sig á móti því að málið fái framgang; ekkert er í frumvarpinu sem skilgreinir neysluskammt. „Það er ekki hægt að búa til eða afnema refsiramma um einhver matskennd atriði sem ekki eru skilgreind í lögum. Hér er um að ræða líf fólks, viðkvæmt málefni og flókin sjúkdóm. Þess heldur er mikilvægt að lögin séu skýr. Ef ráðast á í sambærilegar breytingar og gerðar voru í Portúgal þarf að líta á þær aðgerðir í heild, t.d varðandi aðstoð við fíkla, meðferðarúrræði, félagsráðgjöf og fleira. Þetta þarf að fara saman.“ Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, fjallar um afar umdeilt frumvarp sem fellt var á lokadögum þingsins á síðu sinni; frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snerist um að ekki væri lengur refsivert að vera með neysluskammta fíknefna á sér. Dómsmálaráðherra segir frumvarpið gallað og það sem meira er: Frumvörp séu ekki ályktun félagasamtaka. Frumvarpið var fellt á þinginu og hefur geisað hatröm umræða um það síðan. Áslaug Arna segist efnislega sammála málinu, það séu flestir og stríðið gegn fíknefnum eins og það hefur verið háð hafi leitt meiri hörmungar yfir okkur en neyslan. „En það er ekki nóg að gera bara eitthvað og kalla það afglæpavæðingu,“ segir Áslaug Arna í grein sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. Botnlaus sjálfhverfa og skortur á samkennd Áslaug Arna var ein þeirra sem ekki greiddi atkvæði um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur átt í vök að verjast í málinu.visir/vilhelm Ýmsir hafa fjallað um málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna hefur legið undir ámæli að hafa svikið lit, en hann sagði „nei“ í atkvæðagreiðslunni, ritaði grein sem hann birti á Vísi og hefur hún fengið afar blendnar viðtökur meðal stuðningsmanna frumvarpsins eins og til að mynda má sjá í athugasemdum við greinina. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svarar Kolbeini í grein sem var að birtast á Vísi. Þar segir hún, og er afdráttarlaus: „Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei?“ Ekki hægt að afnema refsiramma um matskennd atriði Áslaug Arna telur hins vegar, eins og áður sagði, frumvarpið hálfkarað. „Þetta er ekki ályktun félagssamtaka eða stjórnmálaflokks, heldur landslög sem fela í sér refsiheimild. Því er enn meiri ástæða til að vanda sig þegar gera á breytingar á þeim. Það voru ýmsir alvarlegir gallar á frumvarpi Pírata. Í stað þess að greiða atkvæði um gallað frumvarp hefði verið réttara að vanda til verka og halda vinnunni áfram,“ segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra nefnir sem dæmi að það sem ýmsir sem hafa talið vert að setja sig á móti því að málið fái framgang; ekkert er í frumvarpinu sem skilgreinir neysluskammt. „Það er ekki hægt að búa til eða afnema refsiramma um einhver matskennd atriði sem ekki eru skilgreind í lögum. Hér er um að ræða líf fólks, viðkvæmt málefni og flókin sjúkdóm. Þess heldur er mikilvægt að lögin séu skýr. Ef ráðast á í sambærilegar breytingar og gerðar voru í Portúgal þarf að líta á þær aðgerðir í heild, t.d varðandi aðstoð við fíkla, meðferðarúrræði, félagsráðgjöf og fleira. Þetta þarf að fara saman.“
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30
Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26