Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 22:50 Bandaríkin standa nú frammi fyrir annarri bylgju af kórónavírussmitum. AP/Christopher Dolan. Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Í frétt Reuters um málið segir að því sé ljóst að faraldurinn sé á fleygiferð í Bandaríkjunum. Er Flórída tekið sem dæmi þar sem tíu þúsund smit greindust í dag. Þá hefur smitum fjölgað um 37 prósent í Kaliforníu undanfarna fjórtán daga. Alls hafa 128 þúsund látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er um fjórðungur allra þeirra sem staðfest hefur verið að hafi látist í tengslum við vírusinn. Alls greindust 53 þúsund með smit í Bandaríkjunum í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Fyrra met, rétt tæplega 52 þúsund smit, var sett í gær. Ríkisstjórar víða íhuga nú eða hafa tilkynnt um að aftur verði hert á samkomubanni, fjöldatakmörkunum eða öðrum aðgerðum sem slakað var á fyrir skömmu vegna alvarlega efnahagslegra áhrifa sem lokanirnar höfðu. Þannig hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, tilkynnt að nú séu allir þeir sem staddir séu í sýslu þar sem tuttugu eða fleiri smit eru staðfest að ganga með grímu á almannafæri. Er þar um viðsnúning að ræða hjá Abbott en stutt er síðan hann bannaði embættismönnum að refsa þeim sem ekki ganga um með grímur á almannafæri. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að í það minnsta megi skýra hluta hinnar nýju bylgju með því að yfirvöld víða um Bandaríkin gripu ekki til jafn harðra aðgerða og sum lönd í Evrópu gerðu til þess að stemma í stigu við faraldurinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Í frétt Reuters um málið segir að því sé ljóst að faraldurinn sé á fleygiferð í Bandaríkjunum. Er Flórída tekið sem dæmi þar sem tíu þúsund smit greindust í dag. Þá hefur smitum fjölgað um 37 prósent í Kaliforníu undanfarna fjórtán daga. Alls hafa 128 þúsund látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er um fjórðungur allra þeirra sem staðfest hefur verið að hafi látist í tengslum við vírusinn. Alls greindust 53 þúsund með smit í Bandaríkjunum í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Fyrra met, rétt tæplega 52 þúsund smit, var sett í gær. Ríkisstjórar víða íhuga nú eða hafa tilkynnt um að aftur verði hert á samkomubanni, fjöldatakmörkunum eða öðrum aðgerðum sem slakað var á fyrir skömmu vegna alvarlega efnahagslegra áhrifa sem lokanirnar höfðu. Þannig hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, tilkynnt að nú séu allir þeir sem staddir séu í sýslu þar sem tuttugu eða fleiri smit eru staðfest að ganga með grímu á almannafæri. Er þar um viðsnúning að ræða hjá Abbott en stutt er síðan hann bannaði embættismönnum að refsa þeim sem ekki ganga um með grímur á almannafæri. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að í það minnsta megi skýra hluta hinnar nýju bylgju með því að yfirvöld víða um Bandaríkin gripu ekki til jafn harðra aðgerða og sum lönd í Evrópu gerðu til þess að stemma í stigu við faraldurinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira