Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í nótt eftir Maríu Ósk Sigurðardóttur, 43 ára, til heimilis í Grafaravogi í Reykjavík.
Í lýsingu lögreglunnar segir að María sé með húðflúr á hlið vinstri handar, sé 163 sm á hæð, grannvaxin og með gráleitt, axlarsítt hár.
Hún sé líklega klædd í svartar gallabuxur og lopapeysu, svarta og hvíta yfir mitti.
Hún hafi til umráða hvíta Dacia Duster-bifreið með skráningarúmerið VY-J76.
Þau sem geta geta gefið upplýsingar um ferðir Maríu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.