Nafnlaust bréf komið í hendur lögreglu: Líkt við apa og sagt að drepa sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 15:17 Bréfið var nafnlaust. Mynd/Aðsend Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“ Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“
Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira