Hannes Þór: „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2020 08:30 Hannes Þór í viðtali eftir leik. Mynd/Stöð 2 Sport Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í viðtali við Vísi eftir 4-1 tap Vals gegn ÍA að Hlíðarenda í gærkvöld. Eftir leikinn eru bæði Valur og ÍA með sex stig þegar liðin hafa leikið fjóra leiki hvort. „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum sem Skaginn skorar. Að vera 3-0 undir í hálfleik er auðvitað stórslys og á ekki að gerast. Mér fannst þetta stórfurðulegur fyrri hálfleikur – ég veit ekki hvort ég sé eitthvað ruglaður – en mér fannst við að mörgu leyti spila þann hálfleik fínt. Fengum haug af færum en þeir refsa okkur í hvert einasta skipti sem við klikkum og þá er þetta auðvitað mjög þungt,“ voru fyrstu viðbrögð Hannesar Þórs að leik loknum í gær. „Við höfðum trú á að við gætum komið til baka, við fengum það mikið af sénsum í fyrri hálfleik að ef við náum inn marki þá gætum við komið til baka og unnið leikinn. Við náðum að skora eitt og vorum að pressa á þá en þeir lögðust djúpt og gerðu það mjög vel. Svo þegar liðið hefði þurft vörslu frá mér þá kom hún ekki, þeir klára þetta 4-1 og við sitjum eftir með hræðileg úrslit,“ sagði markvörðurinn einnig en Steinar Þorsteinsson skoraði fjórða mark ÍA þar sem Hannes hefði átt að gera betur. Fyrir leikinn hafði Valur unnið tvö deildarleiki í röð með markatölunni 7-0. „Maður hefur lent í ýmsu í þessu en þetta var með því skrýtnara. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik en gerðum það ekki. Þeir skoruðu þrjú, en þeir voru mjög skilvirkir fram á við. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Stundum er þetta svona í fótbolta, það lekur allt inn hjá þér og það gengur ekkert upp hinum megin. Þetta var einn af þeim dögum og auðvitað er það bakslag en við ætluðum að halda áfram því góða skriði sem við höfum verið á.“ „Nei, mér fannst menn mjög tilbúnir í leikinn og mér fannst við í rauninni sýna það. Auðvitað fá þeir þetta mark þarna eftir þrjár mínútur en mér fannst smá heppnisstimpill yfir því og við vorum með tökin framan af. Svo setja þeir 2-0 og þá var þetta erfitt. Mér fannst við koma rétt gíraðir inn í leikinn og leið ekki eins og við hefðum farið fram úr okkur en svo töpum við 4-1 svo kannski er það ein af skýringunum, ég veit það ekki,“ sagði Hannes aðspurður hvort leikmenn Vals hefðu nokkuð verið farnir að svífa um á bleiku skýi eftir tvo sigurleiki í röð. „Það er ekkert annað í þessu, þetta getur verið leiðinlegt þetta sport og nú verðum við súrir í 1-2 daga en svo rífum við okkur upp. Það er ekkert annað að gera en að svara fyrir þetta í næsta leik, þannig virkar þetta bara,“ sagði Hannes að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20 Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í viðtali við Vísi eftir 4-1 tap Vals gegn ÍA að Hlíðarenda í gærkvöld. Eftir leikinn eru bæði Valur og ÍA með sex stig þegar liðin hafa leikið fjóra leiki hvort. „Við erum eins og jólasveinar í þessum mörkum sem Skaginn skorar. Að vera 3-0 undir í hálfleik er auðvitað stórslys og á ekki að gerast. Mér fannst þetta stórfurðulegur fyrri hálfleikur – ég veit ekki hvort ég sé eitthvað ruglaður – en mér fannst við að mörgu leyti spila þann hálfleik fínt. Fengum haug af færum en þeir refsa okkur í hvert einasta skipti sem við klikkum og þá er þetta auðvitað mjög þungt,“ voru fyrstu viðbrögð Hannesar Þórs að leik loknum í gær. „Við höfðum trú á að við gætum komið til baka, við fengum það mikið af sénsum í fyrri hálfleik að ef við náum inn marki þá gætum við komið til baka og unnið leikinn. Við náðum að skora eitt og vorum að pressa á þá en þeir lögðust djúpt og gerðu það mjög vel. Svo þegar liðið hefði þurft vörslu frá mér þá kom hún ekki, þeir klára þetta 4-1 og við sitjum eftir með hræðileg úrslit,“ sagði markvörðurinn einnig en Steinar Þorsteinsson skoraði fjórða mark ÍA þar sem Hannes hefði átt að gera betur. Fyrir leikinn hafði Valur unnið tvö deildarleiki í röð með markatölunni 7-0. „Maður hefur lent í ýmsu í þessu en þetta var með því skrýtnara. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik en gerðum það ekki. Þeir skoruðu þrjú, en þeir voru mjög skilvirkir fram á við. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Stundum er þetta svona í fótbolta, það lekur allt inn hjá þér og það gengur ekkert upp hinum megin. Þetta var einn af þeim dögum og auðvitað er það bakslag en við ætluðum að halda áfram því góða skriði sem við höfum verið á.“ „Nei, mér fannst menn mjög tilbúnir í leikinn og mér fannst við í rauninni sýna það. Auðvitað fá þeir þetta mark þarna eftir þrjár mínútur en mér fannst smá heppnisstimpill yfir því og við vorum með tökin framan af. Svo setja þeir 2-0 og þá var þetta erfitt. Mér fannst við koma rétt gíraðir inn í leikinn og leið ekki eins og við hefðum farið fram úr okkur en svo töpum við 4-1 svo kannski er það ein af skýringunum, ég veit það ekki,“ sagði Hannes aðspurður hvort leikmenn Vals hefðu nokkuð verið farnir að svífa um á bleiku skýi eftir tvo sigurleiki í röð. „Það er ekkert annað í þessu, þetta getur verið leiðinlegt þetta sport og nú verðum við súrir í 1-2 daga en svo rífum við okkur upp. Það er ekkert annað að gera en að svara fyrir þetta í næsta leik, þannig virkar þetta bara,“ sagði Hannes að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20 Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var hreinn og beinn varðandi frammistöðu síns liðs eftir 4-1 tap á heimavelli í kvöld. 3. júlí 2020 23:20
Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Jóhannes Karl Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir að hans menn unnu ótrúlegan sigur á Val í kvöld. 3. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn skoruðu mörkin á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:55
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn