Bayern Munchen er tvöfaldur bikarmeistari í Þýskalandi á nýjan leik eftir að hafa mistekist að vinna tvennuna á síðustu leiktíð.
Bæjarar unnu 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í leik liðanna í dag. David Alaba skoraði fyrsta markið á 16. mínútu beint úr aukaspyrnu og Serge Gnabry tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.
Það kom ekki mörgum á óvart að Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði þriðja mark Bayern en Sven Bender minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu.
Lewandowski skoraði fjórða mark Bæjara á 89. mínútu en Kai Havertz minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 4-2.
Most goals in all competitions this season by a player in Europe's top 5 leagues
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 4, 2020
51 Robert Lewandowski
34 Timo Werner
32 Ciro Immobile
30 Kylian Mbappe
29 Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/YQHSdFmdrL