Ætla aðeins að greina frá góðum fréttum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2020 15:29 Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Góðar Fréttir er nýr og óhefðbundinn fréttamiðill sem tekur nýja og bjartsýna nálgun á fréttaflutning. Þetta kemur fram á Karolina Fund síðu forsvarsmanna miðilsins. Þar safnar hópur fyrir rekstri síðunnar. „Við leitumst eftir að styrkja og efla jákvæða hugarfarsvitund samfélagsins með því að leggja áherslu á hvetjandi og jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Við heyrum af stríðum víðsvegar um heiminn, harmsögum um fátækt, spillingu og svo lengi mætti telja. Því gæti sú fullyrðing að við búum á sögulegum tímum friðar hljómað eins og algjör fjarstæða, jafnvel vitfirring. Það er því afar athyglisvert að til eru ótal rannsóknir sem staðfesta nákvæmlega það. Heimurinn okkar er staddur á sögulegum hátindi jákvæðra framþróunar á óteljandi sviðum, en við fréttum svo sjaldan af því,“ segir á síðunni. Þar kemur einnig fram að samfélagið sé að vakna til vitundar um mikilvægi andlegrar heilsu og hve gríðarlegur áhrifavaldur fréttamiðlun er á heilsuna. „Upplýsingaflæði nútímans berst okkur á fordæmalausum hraða og flest erum við orðin tengd meira en minna allan sólarhringinn. Staðreyndin er sú að jákvæðar og hvetjandi fréttir hafa einfaldlega orðið undir í hinum mikla ólgusjó hasarfrétta og týnast daglega í fjöldanum. Við hjá Góðum Fréttum viljum leggja hönd á plóg, jafna út hlutfallið og gera þér kleift að hafa greiðan aðgang að fréttum sem veita þér innblástur, von og gleði um samfélagið og heiminn allan.“ Góðar Fréttir stóðu fyrir könnun sem var dreift á alla helstu samfélagsmiðla og okkur bárust svör frá 906 einstaklingum búsettir víðsvegar um landið. Könnunin gekk í meginmáli út á það að sjá hversu mikla vöntun fólk telur vera á miðli eins og okkar og svörin staðfestu og ýttu enn frekar undir þá sannfæringu sem teymið okkar býr að. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr þeirri könnun. Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Í upphafi skipaði teymi Góðra Frétta fjóra einstaklinga sem sameinuðu frjóa huga sína og þróuðu hugmyndina í það form sem þurfti til þess að taka næstu skref. Þá hófst leitin að pennum, ljósmyndurum, hönnuðum og öllum þeim mikilvægu hlekkjum sem vantaði til þess að fullkomna keðjuna. Í dag er teymið fullskipað ástríðufullum einstaklingum sem hafa gert þeim kleift að gera verkefnið að veruleika. Fjölmiðlar Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Góðar Fréttir er nýr og óhefðbundinn fréttamiðill sem tekur nýja og bjartsýna nálgun á fréttaflutning. Þetta kemur fram á Karolina Fund síðu forsvarsmanna miðilsins. Þar safnar hópur fyrir rekstri síðunnar. „Við leitumst eftir að styrkja og efla jákvæða hugarfarsvitund samfélagsins með því að leggja áherslu á hvetjandi og jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Við heyrum af stríðum víðsvegar um heiminn, harmsögum um fátækt, spillingu og svo lengi mætti telja. Því gæti sú fullyrðing að við búum á sögulegum tímum friðar hljómað eins og algjör fjarstæða, jafnvel vitfirring. Það er því afar athyglisvert að til eru ótal rannsóknir sem staðfesta nákvæmlega það. Heimurinn okkar er staddur á sögulegum hátindi jákvæðra framþróunar á óteljandi sviðum, en við fréttum svo sjaldan af því,“ segir á síðunni. Þar kemur einnig fram að samfélagið sé að vakna til vitundar um mikilvægi andlegrar heilsu og hve gríðarlegur áhrifavaldur fréttamiðlun er á heilsuna. „Upplýsingaflæði nútímans berst okkur á fordæmalausum hraða og flest erum við orðin tengd meira en minna allan sólarhringinn. Staðreyndin er sú að jákvæðar og hvetjandi fréttir hafa einfaldlega orðið undir í hinum mikla ólgusjó hasarfrétta og týnast daglega í fjöldanum. Við hjá Góðum Fréttum viljum leggja hönd á plóg, jafna út hlutfallið og gera þér kleift að hafa greiðan aðgang að fréttum sem veita þér innblástur, von og gleði um samfélagið og heiminn allan.“ Góðar Fréttir stóðu fyrir könnun sem var dreift á alla helstu samfélagsmiðla og okkur bárust svör frá 906 einstaklingum búsettir víðsvegar um landið. Könnunin gekk í meginmáli út á það að sjá hversu mikla vöntun fólk telur vera á miðli eins og okkar og svörin staðfestu og ýttu enn frekar undir þá sannfæringu sem teymið okkar býr að. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr þeirri könnun. Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Í upphafi skipaði teymi Góðra Frétta fjóra einstaklinga sem sameinuðu frjóa huga sína og þróuðu hugmyndina í það form sem þurfti til þess að taka næstu skref. Þá hófst leitin að pennum, ljósmyndurum, hönnuðum og öllum þeim mikilvægu hlekkjum sem vantaði til þess að fullkomna keðjuna. Í dag er teymið fullskipað ástríðufullum einstaklingum sem hafa gert þeim kleift að gera verkefnið að veruleika.
Fjölmiðlar Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira