Reynsla milli stanganna skiptir öllu máli ef lið vilja berjast um Íslandsmeistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2020 13:00 Sandra Sigurðardóttir er leikjahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna. Vísir/Bára Topplið Pepsi Max deildar kvenna, Valur og Breiðablik, eru valdinn mann í hverju í rúmi. Alls eru sex af tíu reynslumestu leikmönnum deildarinnar í herbúðum Íslandsmeistara Vals. Breiðablik eru með töluvert yngra lið og virðast finna nýjan gullmola á ári hverju. Bæði lið eiga það þó sameiginlegt að reynslumestu leikmenn liðanna standa milli stanganna. Þær Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir hafa marga fjöruna sopið en þær eru báðar fæddar árið 1986. Þær eru ekki aðeins einu markverðir deildarinnar sem eru yfir þrítugt heldur eru þær einu markverðirnir sem eru nær þrítugu heldur en tvítugu. Þær komast báðar á listann yfir tíu leikjahæstu leikmenn Pepsi Max deildarinnar. Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA], Ingibjörg Valgeirsdóttir [KR], Kaylan Jenna Marckese [Selfoss] eru elstar af þeim markvörðum sem hafa spilað í deildinni í sumar fyrir utan Söndru og Sonný Láru. Þær eru allar fæddar árið 1998. Sonný á þó enn töluvert í land ef hún ætlar sér að ná sama leikjafjölda og Sandra í efstu deild. Sonný gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan, er hún til að mynda fyrirliði liðsins í dag. Þar áður lék hún með Fjölni, Haukum og sameiginlegu liði Aftureldingar og Fjölnis. Sonný Lára fagnar bikarmeistaratitli sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Flakkaði hún á milli efstu og næst efstu deildar með þeim liðum en hjá Blikum hefur hún barist um Íslandsmeistaratitilinn ár eftir ár. Sonný hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Tímabilið 2018 varð hún Íslands- og bikarmeistari með Blikum. Alls hefur hún leikið 185 leiki í efstu deild hér á landi og mun hún fara yfir 300 leiki á ferlinum í deild, bikar, Evrópu og Meistarakeppni KSÍ í sumar. Sandra er í sérflokki þegar kemur að leikjum í efstu deild hjá þeim leikmönnum sem eru í deildinni í dag. Hún er komin með 285 leiki, sem er rúmum 40 leikjum meira en Dóra María Lárusdóttir, samherji hennar hjá Val sem er í öðru sæti yfir leikjahæstu leikmenn deildarinnar. Sandra hóf ferilinn með sameiginlegu liði Þór, KA og KS. Þar lék hún frá 2001 til 2004 áður en hún færði sig yfir á höfuðborgarsvæðið og samdi við Stjörnuna. Gengið í Garðabænum var ekkert til að hrópa húrra yfir framan af en sumarið 2013 gekk einfaldlega allt upp. Sandra múraði einfaldlega fyrir markið á meðan framherjar liðsins léku lausum hala. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann alla 18 leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Íslandsmeistaratitillinn niðurstaðan með fullt hús stiga. Ári síðar vann Stjarnan svo tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Hún varð svo Íslandsmeistari með Val á síðasta ári eftir að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið, líkt og Breiðablik. Virðist stefna í annað slíkt tímabil en bæði lið eru ógnarsterk og þó svo að lið Blika sé í sóttkví sem stendur er ólíklegt að það hafi of mikil áhrif á Sonný og samherja sína. Sandra í leik gegn Blikum síðasta sumar.Vísir/Daniel Alls hefur Sandra leikið 345 leiki í deild, bikar, Evrópu og Meistarakeppni KSÍ. Þá hefur hún þó ótrúlegt megi virðast einnig skorað tvö mörk. Það er ljóst að Sandra mun rjúfa 350 leikja múrinn í sumar en hvort hún muni bæta markafjölda sinn verður einfaldlega að koma ljós. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 22:30 Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Fyrirliði Vals var ekkert hoppandi kát með frammistöðuna gegn Stjörnunni en sagðist ekki kvarta yfir því að skora þrjú mörk, halda hreinu og fá þrjú stig. 6. júlí 2020 21:56 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Topplið Pepsi Max deildar kvenna, Valur og Breiðablik, eru valdinn mann í hverju í rúmi. Alls eru sex af tíu reynslumestu leikmönnum deildarinnar í herbúðum Íslandsmeistara Vals. Breiðablik eru með töluvert yngra lið og virðast finna nýjan gullmola á ári hverju. Bæði lið eiga það þó sameiginlegt að reynslumestu leikmenn liðanna standa milli stanganna. Þær Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir hafa marga fjöruna sopið en þær eru báðar fæddar árið 1986. Þær eru ekki aðeins einu markverðir deildarinnar sem eru yfir þrítugt heldur eru þær einu markverðirnir sem eru nær þrítugu heldur en tvítugu. Þær komast báðar á listann yfir tíu leikjahæstu leikmenn Pepsi Max deildarinnar. Harpa Jóhannsdóttir [Þór/KA], Ingibjörg Valgeirsdóttir [KR], Kaylan Jenna Marckese [Selfoss] eru elstar af þeim markvörðum sem hafa spilað í deildinni í sumar fyrir utan Söndru og Sonný Láru. Þær eru allar fæddar árið 1998. Sonný á þó enn töluvert í land ef hún ætlar sér að ná sama leikjafjölda og Sandra í efstu deild. Sonný gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan, er hún til að mynda fyrirliði liðsins í dag. Þar áður lék hún með Fjölni, Haukum og sameiginlegu liði Aftureldingar og Fjölnis. Sonný Lára fagnar bikarmeistaratitli sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Flakkaði hún á milli efstu og næst efstu deildar með þeim liðum en hjá Blikum hefur hún barist um Íslandsmeistaratitilinn ár eftir ár. Sonný hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Tímabilið 2018 varð hún Íslands- og bikarmeistari með Blikum. Alls hefur hún leikið 185 leiki í efstu deild hér á landi og mun hún fara yfir 300 leiki á ferlinum í deild, bikar, Evrópu og Meistarakeppni KSÍ í sumar. Sandra er í sérflokki þegar kemur að leikjum í efstu deild hjá þeim leikmönnum sem eru í deildinni í dag. Hún er komin með 285 leiki, sem er rúmum 40 leikjum meira en Dóra María Lárusdóttir, samherji hennar hjá Val sem er í öðru sæti yfir leikjahæstu leikmenn deildarinnar. Sandra hóf ferilinn með sameiginlegu liði Þór, KA og KS. Þar lék hún frá 2001 til 2004 áður en hún færði sig yfir á höfuðborgarsvæðið og samdi við Stjörnuna. Gengið í Garðabænum var ekkert til að hrópa húrra yfir framan af en sumarið 2013 gekk einfaldlega allt upp. Sandra múraði einfaldlega fyrir markið á meðan framherjar liðsins léku lausum hala. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann alla 18 leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Íslandsmeistaratitillinn niðurstaðan með fullt hús stiga. Ári síðar vann Stjarnan svo tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Hún varð svo Íslandsmeistari með Val á síðasta ári eftir að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið, líkt og Breiðablik. Virðist stefna í annað slíkt tímabil en bæði lið eru ógnarsterk og þó svo að lið Blika sé í sóttkví sem stendur er ólíklegt að það hafi of mikil áhrif á Sonný og samherja sína. Sandra í leik gegn Blikum síðasta sumar.Vísir/Daniel Alls hefur Sandra leikið 345 leiki í deild, bikar, Evrópu og Meistarakeppni KSÍ. Þá hefur hún þó ótrúlegt megi virðast einnig skorað tvö mörk. Það er ljóst að Sandra mun rjúfa 350 leikja múrinn í sumar en hvort hún muni bæta markafjölda sinn verður einfaldlega að koma ljós.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 22:30 Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Fyrirliði Vals var ekkert hoppandi kát með frammistöðuna gegn Stjörnunni en sagðist ekki kvarta yfir því að skora þrjú mörk, halda hreinu og fá þrjú stig. 6. júlí 2020 21:56 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 22:30
Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Fyrirliði Vals var ekkert hoppandi kát með frammistöðuna gegn Stjörnunni en sagðist ekki kvarta yfir því að skora þrjú mörk, halda hreinu og fá þrjú stig. 6. júlí 2020 21:56