Hvað gera stjörnur Liverpool í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 07:00 Verða þessir leikmenn enn í herbúðum Englandsmeistara Liverpool á næstu leiktíð? Vísir/Getty Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn