WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:11 Maria van Kerkhove, sérfræðingur WHO sem hefur leitt viðbrögðin við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Vísir/EPA Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19