Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:21 Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent