Mikill samdráttur í ferðaþjónustu í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. júlí 2020 20:30 Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að algjört tekjufall hafi orðið í sumar. Stöð 2 Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt. Forstjóri perlunnar segir að síðustu ár hafi safnið stækkað jafnt og þétt enda sé hér um þriggja milljarða framkvæmd að ræða. Frá því safnið opnaði 2017 hafi gengið vel en undanfarið hafi orðið algjört tekjufall. „Það hefur orðið algjört tekjufall í sumar ef við tökum júní þá hafa tekjur dregist saman um 96% miðað við sama mánuð í fyrr en Íslendingar eru byrjaðir að koma sem er mjög jákvætt,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. Verið er að reisa svokallað Ævintýraland fyrir utan Perluna til að laða Íslendinga að.Stöð 2 Gunnar segir að á næstu dögum og vikum verði reynt að höfða enn meira til Íslendinga. „Við erum að reyna að laða Íslendinga til að koma til okkar í þessari viku ætlum við að opna risastórt ævintýraland og svo erum við að búa til Zipplínu hérna niður Öskjuhliðina 250 metra niður,“ segir Gunnar. Svipuð staða er uppá teningnum hjá Farfuglum sem reka tjaldstæðið í Laugardal en þar hefur orðið um 95% tekjufall í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Þá kom fram í fréttum á Vísi að mörg hótel séu enn þá lokuð og almennt rólegt í Reykjavík enda fáir ferðamenn á sveimi. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.Stöð 2 Safnstjóri Borgarsögusafns segir að almennt hafi orðið mikil fækkun í fjölda þeirra sem heimsækja söfnin í Reykjavík í sumar. „Hér á Landsnámssýningunni voru um 9 af hverjum tíu erlendir ferðamenn en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar núna á hverjum degi þannig að það er gríðarleg fækkun og að sama skapi mikið tekjufall þessa mánuðina,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt. Forstjóri perlunnar segir að síðustu ár hafi safnið stækkað jafnt og þétt enda sé hér um þriggja milljarða framkvæmd að ræða. Frá því safnið opnaði 2017 hafi gengið vel en undanfarið hafi orðið algjört tekjufall. „Það hefur orðið algjört tekjufall í sumar ef við tökum júní þá hafa tekjur dregist saman um 96% miðað við sama mánuð í fyrr en Íslendingar eru byrjaðir að koma sem er mjög jákvætt,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. Verið er að reisa svokallað Ævintýraland fyrir utan Perluna til að laða Íslendinga að.Stöð 2 Gunnar segir að á næstu dögum og vikum verði reynt að höfða enn meira til Íslendinga. „Við erum að reyna að laða Íslendinga til að koma til okkar í þessari viku ætlum við að opna risastórt ævintýraland og svo erum við að búa til Zipplínu hérna niður Öskjuhliðina 250 metra niður,“ segir Gunnar. Svipuð staða er uppá teningnum hjá Farfuglum sem reka tjaldstæðið í Laugardal en þar hefur orðið um 95% tekjufall í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Þá kom fram í fréttum á Vísi að mörg hótel séu enn þá lokuð og almennt rólegt í Reykjavík enda fáir ferðamenn á sveimi. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.Stöð 2 Safnstjóri Borgarsögusafns segir að almennt hafi orðið mikil fækkun í fjölda þeirra sem heimsækja söfnin í Reykjavík í sumar. „Hér á Landsnámssýningunni voru um 9 af hverjum tíu erlendir ferðamenn en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar núna á hverjum degi þannig að það er gríðarleg fækkun og að sama skapi mikið tekjufall þessa mánuðina,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43
Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02
Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30