Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2020 21:06 Loftbelgurinn tekst á loft frá Helluflugvelli í morgun. Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. Myndir af flugi loftbelgsins mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þeir sem áttu leið um Hellu á Rangárvöllum í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu rauðröndóttan loftbelg blásinn upp og takast á loft frá flugvellinum austan við þorpið. Loftbelgurinn yfir byggðinni á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Hann er kominn hingað frá Þýskalandi á vegum Flugmálafélags Íslands. Þess má geta að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því þýska loftskipið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Íslandi en það var þann 17. júlí árið 1930. Loftbelgur flaug einnig yfir Reykjavík í fyrrasumar í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli en þar áður voru fjórir áratugir liðnir frá því slíkt fyrirbæri sást síðast á lofti yfir Íslandi. Loftbelgurinn sveif lágt yfir Suðurlandsveg og þjónustukjarnann á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Eftir flugtak í morgun sást loftbelgurinn fljúga lágt yfir byggðina á Hellu. Þýskur flugmaður belgsins ákvað síðan að sýna hæfni sína í að stjórna honum með því að láta hann fljúga niður undir Rangá. Þegar hann átti aðeins fáa sentímetra í að snerta vatnsflötinn sendi hann gasloga upp í belginn til að láta hann hækka sig að nýju. Þýski loftbelgsflugmaðurinn sýndi hæfni sína með því að láta loftbelginn svífa niður að Rangá og lyfta honum síðan upp rétt áður en hann snerti vatnsflötinn.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þrír farþegar voru í borð með flugmanninum en eftir að hafa fyrst svifið undan hægum vindinum til suðvesturs snerist vindáttinn og stefndi belgurinn þá í hina áttina, til norðausturs, en á móts við gamla flugvöllinn við Gunnarsholt ákvað flugmaðurinn að lenda honum á þjóðveginum. Við Gunnarsholt í morgun. Hekla blasir við. Loftbelgurinn átti síðar eftir að lyfta sér upp fyrir skýin.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þar tók hann síðan aðra þrjár farþega í flug sem virtu fyrir sér Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul ofar skýjum og mátti heyra á samtali við fólk á jörðu niðri að loftbelgsfarar voru heillaðir af þessari upplifun. Almenningi býðst að skrá sig í flug með loftbelgnum á loftbelgur.is og er þegar kominn biðlisti. Flugmaðurinn lenti loftbelgnum fimlega á þjóðveginum við Gunnarsholt.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Loftbelgnum verður flogið frá Hellu næstu daga eftir því sem veður leyfir í tengslum við flughátið sem hefst þar í kvöld með Íslandsmóti í lendingarkeppni. Annaðkvöld verður keppt í listflugi og drónakappflugi en einnig er keppt í svifflugi og fisflugi. Eftir að keppnisgreinum lýkur hefst hin eiginlega flughátíð á föstudag sem nær hápunkti með flugsýningu á laugardag milli klukkan 12 og 18. Þar er meðal annars von á danskri herþyrlu og stórri kafbátaleitarþotu af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá tilraun fréttamanns Stöðvar 2 í fyrra til að komast í loftbelgsflug í beinni útsendingu. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. Myndir af flugi loftbelgsins mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þeir sem áttu leið um Hellu á Rangárvöllum í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu rauðröndóttan loftbelg blásinn upp og takast á loft frá flugvellinum austan við þorpið. Loftbelgurinn yfir byggðinni á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Hann er kominn hingað frá Þýskalandi á vegum Flugmálafélags Íslands. Þess má geta að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því þýska loftskipið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Íslandi en það var þann 17. júlí árið 1930. Loftbelgur flaug einnig yfir Reykjavík í fyrrasumar í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli en þar áður voru fjórir áratugir liðnir frá því slíkt fyrirbæri sást síðast á lofti yfir Íslandi. Loftbelgurinn sveif lágt yfir Suðurlandsveg og þjónustukjarnann á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Eftir flugtak í morgun sást loftbelgurinn fljúga lágt yfir byggðina á Hellu. Þýskur flugmaður belgsins ákvað síðan að sýna hæfni sína í að stjórna honum með því að láta hann fljúga niður undir Rangá. Þegar hann átti aðeins fáa sentímetra í að snerta vatnsflötinn sendi hann gasloga upp í belginn til að láta hann hækka sig að nýju. Þýski loftbelgsflugmaðurinn sýndi hæfni sína með því að láta loftbelginn svífa niður að Rangá og lyfta honum síðan upp rétt áður en hann snerti vatnsflötinn.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þrír farþegar voru í borð með flugmanninum en eftir að hafa fyrst svifið undan hægum vindinum til suðvesturs snerist vindáttinn og stefndi belgurinn þá í hina áttina, til norðausturs, en á móts við gamla flugvöllinn við Gunnarsholt ákvað flugmaðurinn að lenda honum á þjóðveginum. Við Gunnarsholt í morgun. Hekla blasir við. Loftbelgurinn átti síðar eftir að lyfta sér upp fyrir skýin.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þar tók hann síðan aðra þrjár farþega í flug sem virtu fyrir sér Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul ofar skýjum og mátti heyra á samtali við fólk á jörðu niðri að loftbelgsfarar voru heillaðir af þessari upplifun. Almenningi býðst að skrá sig í flug með loftbelgnum á loftbelgur.is og er þegar kominn biðlisti. Flugmaðurinn lenti loftbelgnum fimlega á þjóðveginum við Gunnarsholt.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Loftbelgnum verður flogið frá Hellu næstu daga eftir því sem veður leyfir í tengslum við flughátið sem hefst þar í kvöld með Íslandsmóti í lendingarkeppni. Annaðkvöld verður keppt í listflugi og drónakappflugi en einnig er keppt í svifflugi og fisflugi. Eftir að keppnisgreinum lýkur hefst hin eiginlega flughátíð á föstudag sem nær hápunkti með flugsýningu á laugardag milli klukkan 12 og 18. Þar er meðal annars von á danskri herþyrlu og stórri kafbátaleitarþotu af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá tilraun fréttamanns Stöðvar 2 í fyrra til að komast í loftbelgsflug í beinni útsendingu.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira