Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 12:21 María og Sigtryggur fóru yfir áhrif kórónuveirufaraldursins á tónlistariðnaðinn hér á landi. Aðsend/ÚTÓN María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira