OR dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 15:39 Orkuveita Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur (OR) var nú síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug. OR hyggst áfrýja dómnum til Landsréttar, að því er fram kemur í tilkynningu. Aðdragandi málsins er langur og það má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. OR var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki fyrr en í dag, átta árum síðar. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en í tilkynningu frá OR segir að dómurinn virðist ekki hafa tekið tillit til helstu sjónarmiða fyrirtækisins í málinu. Þau eru annars vegar að þrotabú Glitnis, sem stefndi OR, eigi ekki aðild að málinu þar sem slitastjórn bankans framseldi íslenska ríkinu kröfuna árið 2016. „Þá var af hálfu OR lögð fyrir dóminn matsgerð þar sem niðurstaðan er sú að bankinn hafi í raun verið ógjaldfær þegar í janúar 2008 og samningarnir þá gjaldfallið,“ segir í tilkynningu. OR hefur greint frá málaferlunum í ársreikningum fyrirtækisins og lagt til hliðar höfuðstól kröfu slitastjórnarinnar, 740 milljónir króna, sem varúðarfærslu. Dómsfjárhæðin kemur ekki til greiðslu fyrr en lokaniðurstaða dómstóla liggur fyrir, hvort sem það verður fyrir Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum frá OR liggur ekki fyrir hversu há heildarupphæðin er sem fyrirtækinu er gert að greiða, þ.e. 740 milljónir auk dráttarvaxta. Þó er um að ræða dráttarvexti frá 2008 svo upphæðin er umtalsverð. Dómsmál Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) var nú síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd til að greiða Glitni HoldCo 740 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug. OR hyggst áfrýja dómnum til Landsréttar, að því er fram kemur í tilkynningu. Aðdragandi málsins er langur og það má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. OR var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki fyrr en í dag, átta árum síðar. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en í tilkynningu frá OR segir að dómurinn virðist ekki hafa tekið tillit til helstu sjónarmiða fyrirtækisins í málinu. Þau eru annars vegar að þrotabú Glitnis, sem stefndi OR, eigi ekki aðild að málinu þar sem slitastjórn bankans framseldi íslenska ríkinu kröfuna árið 2016. „Þá var af hálfu OR lögð fyrir dóminn matsgerð þar sem niðurstaðan er sú að bankinn hafi í raun verið ógjaldfær þegar í janúar 2008 og samningarnir þá gjaldfallið,“ segir í tilkynningu. OR hefur greint frá málaferlunum í ársreikningum fyrirtækisins og lagt til hliðar höfuðstól kröfu slitastjórnarinnar, 740 milljónir króna, sem varúðarfærslu. Dómsfjárhæðin kemur ekki til greiðslu fyrr en lokaniðurstaða dómstóla liggur fyrir, hvort sem það verður fyrir Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum frá OR liggur ekki fyrir hversu há heildarupphæðin er sem fyrirtækinu er gert að greiða, þ.e. 740 milljónir auk dráttarvaxta. Þó er um að ræða dráttarvexti frá 2008 svo upphæðin er umtalsverð.
Dómsmál Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira