Áfrýja ekki leikbanni Dier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 17:30 Mourinho sér ekki tilgang með því að áfrýja leikbanni Dier. Catherine Ivill/Getty Images Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins. Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier. Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund. José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum. "If I answer I am going to be in trouble..." Jose Mourinho was not keen to express his feelings on Eric Dier's four game ban— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2020 „Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski. Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins. Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier. Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund. José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum. "If I answer I am going to be in trouble..." Jose Mourinho was not keen to express his feelings on Eric Dier's four game ban— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2020 „Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski. Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10