Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar

Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bylting á sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Rætt verður við verkefnisstjóra hjá Bjargi sem segir félagið hugsa til framtíðar. Fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis.

Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um nýjan Vestfjarðarveg þar sem Skipulagsstofnun telur að lágmarka þurfi hámarkshraða og við lítum á simpansa í Úganda sem enn njóta góðs af starfi frumkvöðulsins Jane Goodall.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×