Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 23:05 Óskar Hrafn var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30