Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 22:50 Úígúrskur aðgerðasinni mótmælir fyrir framan kínverska sendiráðið í Lundúnum. Getty/ David Cliff Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska stjórnmálamenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin geti ekki setið hjá aðgerðarlaus á meðan slíkur hryllingur á sér stað í vesturhluta Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa hneppt þúsundir Úígúra í fangabúðir vegna kynþáttar þeirra og trúar. Viðskiptaþvingununum er beint sérstaklega gegn Chen Quanguo, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, og tveimur öðrum hátt settum mönnum. Úígúrar eru þjóðarbrot í norðvestanverðu Kína sem stjórnvöld hafa markvisst ofsótt vegna múslimatrúar þeirra. Fregnir hafa borist af risavöxnum fangabúðum í Xinjiang þar sem um milljón þeirra hafa verið send. Yfirvöld halda því fram að tilgangur búðanna sé að berjast gegn ofbeldisfullu trúarofstæki en vísbendingar eru um að fólk hafi verið sent í búðirnar fyrir það eitt að iðka trú sína. Chen er hæstsetti kínverski embættismaðurinn sem Bandaríkin hafa beitt þvingunum en hann er jafnan talinn arkitekt stefnu kínverskra stjórnvalda er varðar minnihlutahópa. Þá munu tveir aðrir embættismenn verða beittir þvingunum, það eru Wang Mingshan, yfirmaður almannavarnardeildar Xinjiang, og Zhu Hailun, fyrrum háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins í Xinjiang. Mennirnir þrír fá því ekki að ferðast til Bandaríkjanna og allar þeirra eignir sem staðsettar eru á bandarískri grundu hafa verið frystar. Þá er einnig ólöglegt að eiga við þá og fyrrverandi öryggismálafulltrúann Huo Liujun, viðskipti. Huo er þó ekki meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá verður Almannavarnadeild Xinjiang einnig beitt þvingunum. Kína Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska stjórnmálamenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin geti ekki setið hjá aðgerðarlaus á meðan slíkur hryllingur á sér stað í vesturhluta Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa hneppt þúsundir Úígúra í fangabúðir vegna kynþáttar þeirra og trúar. Viðskiptaþvingununum er beint sérstaklega gegn Chen Quanguo, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, og tveimur öðrum hátt settum mönnum. Úígúrar eru þjóðarbrot í norðvestanverðu Kína sem stjórnvöld hafa markvisst ofsótt vegna múslimatrúar þeirra. Fregnir hafa borist af risavöxnum fangabúðum í Xinjiang þar sem um milljón þeirra hafa verið send. Yfirvöld halda því fram að tilgangur búðanna sé að berjast gegn ofbeldisfullu trúarofstæki en vísbendingar eru um að fólk hafi verið sent í búðirnar fyrir það eitt að iðka trú sína. Chen er hæstsetti kínverski embættismaðurinn sem Bandaríkin hafa beitt þvingunum en hann er jafnan talinn arkitekt stefnu kínverskra stjórnvalda er varðar minnihlutahópa. Þá munu tveir aðrir embættismenn verða beittir þvingunum, það eru Wang Mingshan, yfirmaður almannavarnardeildar Xinjiang, og Zhu Hailun, fyrrum háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins í Xinjiang. Mennirnir þrír fá því ekki að ferðast til Bandaríkjanna og allar þeirra eignir sem staðsettar eru á bandarískri grundu hafa verið frystar. Þá er einnig ólöglegt að eiga við þá og fyrrverandi öryggismálafulltrúann Huo Liujun, viðskipti. Huo er þó ekki meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá verður Almannavarnadeild Xinjiang einnig beitt þvingunum.
Kína Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36
Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53