Manchester United setti met með sigrinum í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 14:30 Pogba skoraði þriðja mark Man Utd í gær sem sá til þess að þeir settu metið. Shaun Botterill/Getty Images Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira