Reglur um heimkomusmitgát taka gildi á mánudag Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 17:24 Heimkomusmitgátin gildir fyrir Íslendinga eða þá sem hafa búsetu á Íslandi og kjósa að fara í sýnatöku við komu til landsins. Vísir/Vilhelm Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi. Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar, að því er segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Í heimkomusmitgátinni felst að viðkomandi skuli: • ekki fara á mannamót eða veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir, • ekki vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi/viðkvæma hópa, • gæta að tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra, • ekki heilsa með handabandi og forðast faðmlög, • huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Þeim er aftur á móti heimilt að: • nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað, • fara í bíltúra, • fara í búðarferðir, • hitta vini og kunningja með ofangreindum takmörkunum. Býðst önnur ókeypis sýnataka Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar. Þótt breytingarnar á reglugerð nái eingöngu til íslenskra ríkisborgara og þeirra sem búa hér á landi eru fjölskyldur þeirra og aðrir sem hafa víðfeðmt tengslanet á Íslandi hvattir til að fylgja sömu reglum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stefnt sé að óbreyttu fyrirkomulagi á skimun á landamærum út júlí. Lagt er til að opnunartími vínveitingastaða verði óbreyttur út júlí og að fjöldatakmarkanir verði óbreyttar út ágúst, en sú ákvörðun verði þó í sífelldri endurskoðun miðað við ástand faraldursins hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi. Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar, að því er segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Í heimkomusmitgátinni felst að viðkomandi skuli: • ekki fara á mannamót eða veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir, • ekki vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi/viðkvæma hópa, • gæta að tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra, • ekki heilsa með handabandi og forðast faðmlög, • huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Þeim er aftur á móti heimilt að: • nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað, • fara í bíltúra, • fara í búðarferðir, • hitta vini og kunningja með ofangreindum takmörkunum. Býðst önnur ókeypis sýnataka Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar. Þótt breytingarnar á reglugerð nái eingöngu til íslenskra ríkisborgara og þeirra sem búa hér á landi eru fjölskyldur þeirra og aðrir sem hafa víðfeðmt tengslanet á Íslandi hvattir til að fylgja sömu reglum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stefnt sé að óbreyttu fyrirkomulagi á skimun á landamærum út júlí. Lagt er til að opnunartími vínveitingastaða verði óbreyttur út júlí og að fjöldatakmarkanir verði óbreyttar út ágúst, en sú ákvörðun verði þó í sífelldri endurskoðun miðað við ástand faraldursins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira