Enski boltinn

Stórsigur City í gær sá 32. frá því Pep tók við

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sóknarleikur Manchester City undir stjórn Pep hefur verið hreint út sagt ótrúlegur.
Sóknarleikur Manchester City undir stjórn Pep hefur verið hreint út sagt ótrúlegur. vísir/getty

Manchester City heimsótti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fór það svo að City vann stórsigur. Lokatölur 5-0 þökk sé mörkum Raheem Sterling (2), Gabriel Jesus og Bernardo Silva.

Var þetta í 32. sinn sem Manchester City skorar fjögur mörk eða meira síðan Pep Guardiola tók við liðinu sumarið 2016. Ekkert lið í ensku deildinni hefur leikið það eftir.

Tímabilið 2016/2017 skoraði City fjögur mörk eða meira gegn Stoke City, Bournemouth, West Bromwich Albion, West Ham United, Crystal Palace og Watford.

Tímabilið 2017/2018 skoraði City fjögur mörk eða meira gegn Liverpool, Watford, Crystal Palace, Stoke City, Swansea City (2), Tottenham Hotspur, Bournemouth, Leicester City og West Ham United.

Á síðasta tímabilið skoraði City fjögur mörk eða meira gegn Huddersfield Town, Cardiff City, Burnley, Southampton, West Ham United, Chelsea og Brighton & Hove Albion.

Á þessu tímabili hefur City fjögur mörk eða meira gegn West Ham, Brighton (2), Watford, Burnley (2), Aston Villa, Liverpool og Newcastle United.

City jafnaði einnig eigið met í gær en þeir eru eina liðið sem hefur unnið tvo leiki í röð með markatölunni 5-0. Þeir gerðu það síðast í september 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×