„Þessi dómsmálaráðherra bullar bara“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2020 11:51 Björn Leví Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún hafa verið ýmsa annmarka á frumvarpi sem Píratar lögðu fram um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Áslaug sagði samhljóm ríkja milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ sagði Áslaug þegar hún var spurð hvers vegna frumvarp Pírata hefði ekki verið samþykkt, fyrst samhljómur sé á þingi um afglæpun neysluskammta. Björn Leví hefur nú birt Facebook færslu, þar sem hann svarar gagnrýni ráðherrans á frumvarpið. Hann segir alla gagnrýnina snúa að frumvarpinu eins og það var lagt fram í upphafi en sú vinna sem unnin hafi verið í þinginu og þær breytingatillögur sem komið hafi fram hafi verið hundsaðar. Hér að neðan má sjá færsluna, sem Björn Leví byrjar á orðunum „Þessi dómsmálaráðherra bullar bara,“ og reynir að svara gagnrýni á þau atriði sem nefnd hafa verið og bendir á ákvæði frumvarpsins eða önnur gögn í málinu. „Það vantaði ekkert. Það var búið að bregðast við öllum ábendingum. Svona málflutningur ráðherra er beinlínis óheiðarlegur og villandi, því hún á að vita betur en þetta ... en segir það samt. Það eru nákvæmlega svona stjórnmál sem halda öllu í heljargreipum (bókstaflega [með tilliti til] þessa frumvarps). Svona frjálsleg meðhöndlun á staðreyndum málsins er sandkassaleikur sem kostar mannslíf, vegna þess að vandamálið er enn til staðar. Vandamál sem væri hægt að byrja að leysa ef frumvarp Pírata hefði verið samþykkt,“ skrifar Björn Leví. Meirihlutinn hundsi stóru myndina Í samtali við Vísi segist Björn velta fyrir hvort ráðherrann hefði yfir höfuð lesið frumvarpið sem um ræðir. „Það augljóslega vantar ekki það sem hún kvartar um að vanti. Þá veltir maður fyrir sér, las hún ekki breytingatillögurnar eða er hún viljandi að sleppa þeim? Hvort tveggja er frekar alvarlegt,“ segir Björn Leví. Hann segir meirihlutann ekki hafa fundið galla á málinu sem hægt hafi verið að gagnrýna á málefnalegan hátt. Meirihlutinn hafi þannig valið að hafa „tæknilega“ rétt fyrir sér. „Vissulega vantaði þetta í framlagt frumvarp, en ekki þegar var búið að klára að vinna málið með umsagnaraðilum og í nefndinni. Þá var búið að vinna málið. Þau hafa tæknilega rétt fyrir sér þegar þau segja að frumvarpinu hafi verið ábótavant. Þau hafa þó ekki enn getað komið með athugasemdir um hvað vantar í fullunnið máli.“ Björn Leví segir meirihlutann hafa haft sex mánuði frá því nefndaráliti var skilað til þess að koma áleiðis breytingatillögum eða athugasemdum. „Það kom ekki neitt“ Birni detti helst í hug að meirihlutinn einfaldlega vilji ekki að málið fari í gegn. Mögulega vilji meirihlutinn eigna sér heiðurinn Hann segir að sér komi óhjákvæmilega til hugar að meirihlutinn ætli sér að leggja fram svipað frumvarp og Píratar gerðu, og þannig „eigna sér heiðurinn“ að afglæpun neysluskammta. „Mér dettur ekki í hug nein önnur útskýring fyrir því að sleppa því að samþykkja frumvarpið núna síðast. Þetta er bara spurning um líf og dauða hjá ansi mörgum, þegar allt kemur til alls,“ segir Björn Leví, sem segist aðspurður myndu styðja frumvarp ráðherra um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Björn Leví segist þó aðspurður myndu styðja frumvarp ráðherra um afglæpun neysluskammta fíkniefna. „Að sjálfsögðu. Ég vona að það verði mjög vel unnið, og mjög gott og svo framvegis. Mig grunar að það verði það hins vegar ekki, af því að þannig er oft unnið, finnst manni, með frumvörp sem á að sýnast vera að vinna í, en er ekki raunverulega verið að gera.“ Sjálfur telur Björn að þegar á hólminn verði komið, og vinna að frumvarpi ráðherrans hafin. Muni koma fram gagnrýni úr ýmsum áttum sem muni hægja á málinu og ákall um meira samtal muni berast frá meirihlutanum. Sjálfur telji hann enga ástæðu til að tefja málið meira en þegar hefur verið gert. Fíkn Alþingi Píratar Tengdar fréttir Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. 11. júlí 2020 18:35 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún hafa verið ýmsa annmarka á frumvarpi sem Píratar lögðu fram um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Áslaug sagði samhljóm ríkja milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ sagði Áslaug þegar hún var spurð hvers vegna frumvarp Pírata hefði ekki verið samþykkt, fyrst samhljómur sé á þingi um afglæpun neysluskammta. Björn Leví hefur nú birt Facebook færslu, þar sem hann svarar gagnrýni ráðherrans á frumvarpið. Hann segir alla gagnrýnina snúa að frumvarpinu eins og það var lagt fram í upphafi en sú vinna sem unnin hafi verið í þinginu og þær breytingatillögur sem komið hafi fram hafi verið hundsaðar. Hér að neðan má sjá færsluna, sem Björn Leví byrjar á orðunum „Þessi dómsmálaráðherra bullar bara,“ og reynir að svara gagnrýni á þau atriði sem nefnd hafa verið og bendir á ákvæði frumvarpsins eða önnur gögn í málinu. „Það vantaði ekkert. Það var búið að bregðast við öllum ábendingum. Svona málflutningur ráðherra er beinlínis óheiðarlegur og villandi, því hún á að vita betur en þetta ... en segir það samt. Það eru nákvæmlega svona stjórnmál sem halda öllu í heljargreipum (bókstaflega [með tilliti til] þessa frumvarps). Svona frjálsleg meðhöndlun á staðreyndum málsins er sandkassaleikur sem kostar mannslíf, vegna þess að vandamálið er enn til staðar. Vandamál sem væri hægt að byrja að leysa ef frumvarp Pírata hefði verið samþykkt,“ skrifar Björn Leví. Meirihlutinn hundsi stóru myndina Í samtali við Vísi segist Björn velta fyrir hvort ráðherrann hefði yfir höfuð lesið frumvarpið sem um ræðir. „Það augljóslega vantar ekki það sem hún kvartar um að vanti. Þá veltir maður fyrir sér, las hún ekki breytingatillögurnar eða er hún viljandi að sleppa þeim? Hvort tveggja er frekar alvarlegt,“ segir Björn Leví. Hann segir meirihlutann ekki hafa fundið galla á málinu sem hægt hafi verið að gagnrýna á málefnalegan hátt. Meirihlutinn hafi þannig valið að hafa „tæknilega“ rétt fyrir sér. „Vissulega vantaði þetta í framlagt frumvarp, en ekki þegar var búið að klára að vinna málið með umsagnaraðilum og í nefndinni. Þá var búið að vinna málið. Þau hafa tæknilega rétt fyrir sér þegar þau segja að frumvarpinu hafi verið ábótavant. Þau hafa þó ekki enn getað komið með athugasemdir um hvað vantar í fullunnið máli.“ Björn Leví segir meirihlutann hafa haft sex mánuði frá því nefndaráliti var skilað til þess að koma áleiðis breytingatillögum eða athugasemdum. „Það kom ekki neitt“ Birni detti helst í hug að meirihlutinn einfaldlega vilji ekki að málið fari í gegn. Mögulega vilji meirihlutinn eigna sér heiðurinn Hann segir að sér komi óhjákvæmilega til hugar að meirihlutinn ætli sér að leggja fram svipað frumvarp og Píratar gerðu, og þannig „eigna sér heiðurinn“ að afglæpun neysluskammta. „Mér dettur ekki í hug nein önnur útskýring fyrir því að sleppa því að samþykkja frumvarpið núna síðast. Þetta er bara spurning um líf og dauða hjá ansi mörgum, þegar allt kemur til alls,“ segir Björn Leví, sem segist aðspurður myndu styðja frumvarp ráðherra um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Björn Leví segist þó aðspurður myndu styðja frumvarp ráðherra um afglæpun neysluskammta fíkniefna. „Að sjálfsögðu. Ég vona að það verði mjög vel unnið, og mjög gott og svo framvegis. Mig grunar að það verði það hins vegar ekki, af því að þannig er oft unnið, finnst manni, með frumvörp sem á að sýnast vera að vinna í, en er ekki raunverulega verið að gera.“ Sjálfur telur Björn að þegar á hólminn verði komið, og vinna að frumvarpi ráðherrans hafin. Muni koma fram gagnrýni úr ýmsum áttum sem muni hægja á málinu og ákall um meira samtal muni berast frá meirihlutanum. Sjálfur telji hann enga ástæðu til að tefja málið meira en þegar hefur verið gert.
Fíkn Alþingi Píratar Tengdar fréttir Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. 11. júlí 2020 18:35 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. 11. júlí 2020 18:35