Drykkjarhlé hafa hvað verst áhrif á Manchester City Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 12:30 Guardiola er ekki hrifinn af vatnspásum í miðjum leik. getty/Oli Scarff Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira