Villtir kettir fái lengra líf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:57 Áslaug Eyfjörð varaformaður Villikatta er mikill dýravinur og hefur bargað mörgum köttum í gegnum tíðina. Vísir/Baldur Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira