Lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar vegna kórónuveirunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2020 20:30 Símon Geirsson, lögreglumaður á Selfossi sem er nú komin í fæðingarorlof en hann missti m.a. af fæðingu dóttur sinnar 27. Júní vegna kórónuveirunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira