Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 18:02 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram samkvæmt frétt RÚV. Ingibjörg Sólrún var ráðin forstjóri stofnunarinnar fyrir þremur árum síðan á sama tíma og tveir aðrir forstjórar hjá stofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri tóku við. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis. Fimmtíu og sjö aðildarríki eru innan ÖSE en á fundi þeirra á dögunum var ákveðið að fjórmenningarnir myndu ekki starfa áfram fyrir stofnunina. Þau munu því öll fjögur láta af störfum á laugardaginn næstkomandi þegar ráðningartími þeirra rennur út. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því á dögunum að Harlem Désir, forstjóri stofnunar ÖSE sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi, héldi áfram störfum. Samtök evrópskra blaðamanna sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sögðu þau ákvörðun ríkjanna um að lýsa yfir vantrausti til þess fallin að grafa undan fjölmiðlafrelsi. Þá lýstu Tadsíkar og Egyptar yfir ósætti með störf Ingibjargar Sólrúnar og óskuðu eftir því að hún héldi ekki áfram störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar. Ástæðan sem gefin var var sú að Ingibjörg hafi ekki beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir frjálsum félagasamtökum. Aserbaídsjan Tadsíkistan Egyptaland Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram samkvæmt frétt RÚV. Ingibjörg Sólrún var ráðin forstjóri stofnunarinnar fyrir þremur árum síðan á sama tíma og tveir aðrir forstjórar hjá stofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri tóku við. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis. Fimmtíu og sjö aðildarríki eru innan ÖSE en á fundi þeirra á dögunum var ákveðið að fjórmenningarnir myndu ekki starfa áfram fyrir stofnunina. Þau munu því öll fjögur láta af störfum á laugardaginn næstkomandi þegar ráðningartími þeirra rennur út. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því á dögunum að Harlem Désir, forstjóri stofnunar ÖSE sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi, héldi áfram störfum. Samtök evrópskra blaðamanna sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sögðu þau ákvörðun ríkjanna um að lýsa yfir vantrausti til þess fallin að grafa undan fjölmiðlafrelsi. Þá lýstu Tadsíkar og Egyptar yfir ósætti með störf Ingibjargar Sólrúnar og óskuðu eftir því að hún héldi ekki áfram störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar. Ástæðan sem gefin var var sú að Ingibjörg hafi ekki beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir frjálsum félagasamtökum.
Aserbaídsjan Tadsíkistan Egyptaland Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira