„Kominn í einhverja stjörnugeðveiki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:30 Rúrik mætti í hlaðvarpsþátt Sölva Tryggva og fór yfir síðustu ár. Rúrik Gíslason segist í viðtali við Sölva Tryggvason eiga mjög erfitt með að ræða um Instagram frægðina, af því að honum finnist hann hljóma eins og hann sé uppfullur af sjálfum sér þegar þetta er rætt. Rúrik er í viðtali í nýjasta podcast þætti Sölva Tryggvasonar. Rúrik og Sölvi ræða þar álit annarra, móðurmissinn og heimsfrægðina eftir HM: „Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum,” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. „Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deuceba. Mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta, ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil. Beðið fyrir utan hótelið „Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt, mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik. Klippa: Kominn í einhverja stjörnugeðveiki „Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita. Sem fyrr segir hefur mikið gengið á hjá Rúrik síðastliðið ár, þar sem hann misst bæði móður sína og æskuvin úr krabbameini. Félag hans í Þýskalandi ætlaði að draga hann fyrir dómstóla vegna samningsbrots eftir að hann fór heim til að vera við hlið móður sinnar í lokabaráttunni. Rúrik er nú á tímamótum, kominn heim frá Þýskalandi, samningslaus og ekki búinn að ákveða hvað tekur við. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Rúrik Gíslason segist í viðtali við Sölva Tryggvason eiga mjög erfitt með að ræða um Instagram frægðina, af því að honum finnist hann hljóma eins og hann sé uppfullur af sjálfum sér þegar þetta er rætt. Rúrik er í viðtali í nýjasta podcast þætti Sölva Tryggvasonar. Rúrik og Sölvi ræða þar álit annarra, móðurmissinn og heimsfrægðina eftir HM: „Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum,” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. „Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deuceba. Mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta, ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil. Beðið fyrir utan hótelið „Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt, mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik. Klippa: Kominn í einhverja stjörnugeðveiki „Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita. Sem fyrr segir hefur mikið gengið á hjá Rúrik síðastliðið ár, þar sem hann misst bæði móður sína og æskuvin úr krabbameini. Félag hans í Þýskalandi ætlaði að draga hann fyrir dómstóla vegna samningsbrots eftir að hann fór heim til að vera við hlið móður sinnar í lokabaráttunni. Rúrik er nú á tímamótum, kominn heim frá Þýskalandi, samningslaus og ekki búinn að ákveða hvað tekur við. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira