53 vélar væntanlegar næstu þrjá daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. júlí 2020 13:09 Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada á næstunni. Vísir/Vilhelm Þrettán erlend flugfélög fljúga til landsins í vikunni og alls er búist 53 komum farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvöll næstu þrjá daga. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa komið til landsins í júlí en í júní. Frá og með morgundeginum verður íbúum 14 ríkja leyfilegt að ferðast til landsins. Dómsmálaráðherra ákvað í gær að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema frá og með 15. júlí nk. takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi, þar á meðal er Kanada. Í nýrri reglugerð ráðherra kemur einnig fram að bannið eigi ekki við um íbúa og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins. Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada eftir viku og er samkvæmt áætlun félagsins flogið til borganna tvisvar í viku. Mikil aukning milli mánaða Þrettán erlend flugfélög hafa boðað komu sína á Keflavíkurflugvöll í þessari viku og samtals er búist við að 53 vélar lendi þar. Þetta er gríðarleg aukning milli mánaða en frá 15. júní til júníloka lentu 150 vélar á vellinum. Það sem af er júlí og til fimmtudags verða þær alls 261. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í Forsætisráðuneytinu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri farið að reyna verulega á við landamærin þar sem ekki væri hægt að skima fleiri farþega en 2000 á degi hverjum. „Áætlanir flugfélaga og áætlanir um hvað margir eru um borð benda til þess að við erum komin yfir mörkin. Þá hefur sóttvarnalæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru talin örugg, þannig að það þurfi ekki að skima þaðan,“ segir Páll. Farþegar sem koma frá Færeyjum og Grænlandi eru undanþegnir skimunum á landamærunum. Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að mögulega verði tilkynnt í dag að íbúar fleiri landa séu undanþegnir skimunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þrettán erlend flugfélög fljúga til landsins í vikunni og alls er búist 53 komum farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvöll næstu þrjá daga. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa komið til landsins í júlí en í júní. Frá og með morgundeginum verður íbúum 14 ríkja leyfilegt að ferðast til landsins. Dómsmálaráðherra ákvað í gær að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema frá og með 15. júlí nk. takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi, þar á meðal er Kanada. Í nýrri reglugerð ráðherra kemur einnig fram að bannið eigi ekki við um íbúa og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins. Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada eftir viku og er samkvæmt áætlun félagsins flogið til borganna tvisvar í viku. Mikil aukning milli mánaða Þrettán erlend flugfélög hafa boðað komu sína á Keflavíkurflugvöll í þessari viku og samtals er búist við að 53 vélar lendi þar. Þetta er gríðarleg aukning milli mánaða en frá 15. júní til júníloka lentu 150 vélar á vellinum. Það sem af er júlí og til fimmtudags verða þær alls 261. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í Forsætisráðuneytinu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri farið að reyna verulega á við landamærin þar sem ekki væri hægt að skima fleiri farþega en 2000 á degi hverjum. „Áætlanir flugfélaga og áætlanir um hvað margir eru um borð benda til þess að við erum komin yfir mörkin. Þá hefur sóttvarnalæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru talin örugg, þannig að það þurfi ekki að skima þaðan,“ segir Páll. Farþegar sem koma frá Færeyjum og Grænlandi eru undanþegnir skimunum á landamærunum. Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að mögulega verði tilkynnt í dag að íbúar fleiri landa séu undanþegnir skimunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira