Gamanþættirnir Friends hafa í mörg ár verið þeir allra vinsælustu í heiminum. Þættirnir voru framleiddir á árunum 1994-2004 en njóta enn gríðarlegra vinsælda.
Karakterinn Chandler er í uppáhaldi hjá mörgum en það var Matthew Perry sem fór með hlutverk hans.
Oft á tíðum nokkuð seinheppinn og lengi vel í vandræðum í ástarlífinu. Á YouTube-síðunni Ms Mojo er búið að taka saman tíu vandræðalegustu augnablik Chandlers í þáttunum og má sjá þá samantekt hér að neðan.