Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 18:52 Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira