Erlent

Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna

Andri Eysteinsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh

Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn.

Fréttastofa Reuters greinir frá því að forsetinn munu halda áfram að reyna að koma í veg fyrir að Cyrus Vance saksóknari fái gögnin í sínar hendur frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA.

Trump mun leggja fram ákæru gegn stefnu Vance og þar munu forsetinn auk lögfræðingateymis færa rök gegn því að gögnin verði afhent. Talið er líklegt að lögfræðingar forsetans muni segja að stefna Vance hafi verið of almenn eða að með ákvörðun hæstaréttar verði forsetanum ekki kleift að sinna stjórnarskrárvörðum skyldum sínum.

Vance hefur sagt að flestum rökum Trump hafi þegar verið svarað með ákvörðun Hæstaréttar og að Trump eigi enga sérmeðferð skilið vegna stöðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×