Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 13:42 Flugvél Icelandair við Leifsstöð VísirVilhelm Gunnarsson Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. Flugfélagið hefur dregið til baka 114 uppsagnir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir vera vonbrigði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir Vísi að útreikningar um flugmannaþörf séu byggðir á þeirri áætlun sem líklegt er talið að verði flogin í ágúst. „Í ljósi fyrirliggjandi óvissu er einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá eru þær breytingum háðar. Þannig geta markaðir opnast og lokast með skömmum fyrirvara en með þessari mönnun tryggjum við áframhaldandi sveigjanleika og getum gripið þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Jens. Það sé vitaskuld erfitt að horfa á eftir starfsfólki við þessar aðstæður en Icelandair voni að umsvif þess aukist þannig að hægt verði að skapa ný störf fyrir flugmenn og annað starfsfólk. „Samstarf félagsins og flugmanna þess hefur verið mjög gott í gegnum þetta óvissuástand og hafa flugmenn sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi sem er ómetanlegt á tímum sem þessum,“ segir Jens. Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segjast vonsviknir með ákvörðun Icelandair og lýsa sig ósammála forsendum flugfélagsins. Í bréfi til félagsmanna, sem Fréttablaðið skrifar upp úr, segir FÍA að ljóst sé að með umfangsmeiri flugáætlun, einkum vestur um haf, verði þörf fyrir fleiri flugmenn. „Þá taka þær forsendur sem félagið leggur nú til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að halda aðeins 139 flugmönnum í starfi ekki til verkefna í leiguflugi, sem þó gætu komið upp með skömmum fyrirvara,“ segir í bréfi FÍA. Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. Flugfélagið hefur dregið til baka 114 uppsagnir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir vera vonbrigði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir Vísi að útreikningar um flugmannaþörf séu byggðir á þeirri áætlun sem líklegt er talið að verði flogin í ágúst. „Í ljósi fyrirliggjandi óvissu er einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá eru þær breytingum háðar. Þannig geta markaðir opnast og lokast með skömmum fyrirvara en með þessari mönnun tryggjum við áframhaldandi sveigjanleika og getum gripið þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Jens. Það sé vitaskuld erfitt að horfa á eftir starfsfólki við þessar aðstæður en Icelandair voni að umsvif þess aukist þannig að hægt verði að skapa ný störf fyrir flugmenn og annað starfsfólk. „Samstarf félagsins og flugmanna þess hefur verið mjög gott í gegnum þetta óvissuástand og hafa flugmenn sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi sem er ómetanlegt á tímum sem þessum,“ segir Jens. Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segjast vonsviknir með ákvörðun Icelandair og lýsa sig ósammála forsendum flugfélagsins. Í bréfi til félagsmanna, sem Fréttablaðið skrifar upp úr, segir FÍA að ljóst sé að með umfangsmeiri flugáætlun, einkum vestur um haf, verði þörf fyrir fleiri flugmenn. „Þá taka þær forsendur sem félagið leggur nú til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að halda aðeins 139 flugmönnum í starfi ekki til verkefna í leiguflugi, sem þó gætu komið upp með skömmum fyrirvara,“ segir í bréfi FÍA.
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira