„Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2020 20:05 Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum. Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland hafa bæst á listann yfir örugg lönd. Af þeim 17 flugvélum sem komu til Keflavíkurflugvallar í dag komu sjö þeirra frá löndum sem ekki teljast örugg vegna kórónuveirunnar. Hátt í 2.500 farþegar ferðuðust með þessum vélum, og því um einn annasamast daginn á flugvellinum frá því ferðatakmarkanir voru rýmkaðar. „Það er mjög öruggt núna,“ sagði Carmen Alvare við komuna til landsins. Hún kom hingað til lands frá Þýskalandi ásamt manni sínum Daniel Esteban. „Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum,“ sagði Daniel. „Ég óttast ekki veiruna en við ætlum okkur að fara varlega og snerta ekkert að óþörfu,“ sagði Julia Kramer þegar hún kom til landsins frá Þýskalandi. „Við erum glaðir að vera hér í viku. Að fá að vera úti í náttúrunni, næra sálina og veiða,“ sagði Wolfram Hopper frá Þýskalandi. „Ég hafði hugsað mér að fara til Íslands í fjölda ára. Í ár var heldur betur gott tækifæri til að koma,“ sagði Jens Kawheg frá Þýskalandi. Icelandair segir fjölda farþega hafa farið stigvaxandi undanfarnar vikur. Samsetning farþega sé mjög fjölbreytt. „Samkvæmt könnunum um borð í vélunum hjá okkur þá virðist vera mikið fólk sem er að heimsækja vini og vandamenn,“ sagði Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugvallarsviðs Icelandair. Umferðin er mun meiri til Íslands en frá landinu. „Traffíkin er mikið meiri til landsins en frá. Við erum að sjá Íslendinga leita til Kaupmannahafnar og Billund.“ Farþegar virðast einnig taka vel í sóttvarnarástafanir og bera flestir grímur glaðir. „Við þó tökum tillit til þess ef farþegar geta ekki borið grímur vegna heilsufarsástæðna, en það er metið eftir hverju tilfelli fyrir sig.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum. Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland hafa bæst á listann yfir örugg lönd. Af þeim 17 flugvélum sem komu til Keflavíkurflugvallar í dag komu sjö þeirra frá löndum sem ekki teljast örugg vegna kórónuveirunnar. Hátt í 2.500 farþegar ferðuðust með þessum vélum, og því um einn annasamast daginn á flugvellinum frá því ferðatakmarkanir voru rýmkaðar. „Það er mjög öruggt núna,“ sagði Carmen Alvare við komuna til landsins. Hún kom hingað til lands frá Þýskalandi ásamt manni sínum Daniel Esteban. „Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum,“ sagði Daniel. „Ég óttast ekki veiruna en við ætlum okkur að fara varlega og snerta ekkert að óþörfu,“ sagði Julia Kramer þegar hún kom til landsins frá Þýskalandi. „Við erum glaðir að vera hér í viku. Að fá að vera úti í náttúrunni, næra sálina og veiða,“ sagði Wolfram Hopper frá Þýskalandi. „Ég hafði hugsað mér að fara til Íslands í fjölda ára. Í ár var heldur betur gott tækifæri til að koma,“ sagði Jens Kawheg frá Þýskalandi. Icelandair segir fjölda farþega hafa farið stigvaxandi undanfarnar vikur. Samsetning farþega sé mjög fjölbreytt. „Samkvæmt könnunum um borð í vélunum hjá okkur þá virðist vera mikið fólk sem er að heimsækja vini og vandamenn,“ sagði Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugvallarsviðs Icelandair. Umferðin er mun meiri til Íslands en frá landinu. „Traffíkin er mikið meiri til landsins en frá. Við erum að sjá Íslendinga leita til Kaupmannahafnar og Billund.“ Farþegar virðast einnig taka vel í sóttvarnarástafanir og bera flestir grímur glaðir. „Við þó tökum tillit til þess ef farþegar geta ekki borið grímur vegna heilsufarsástæðna, en það er metið eftir hverju tilfelli fyrir sig.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira