„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 00:32 Grindavík. Vísir/Egill Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira