Tvö börn myrt í Lørenskógi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2020 10:41 Ida Melbo Øystese lögreglustjóri á blaðamannafundi vegna Hagen-málsins í vor. Vísir/EPA Tvö börn fundust látin í íbúð í Lørenskógi í grennd við norsku höfuðborgina Ósló í gærmorgun. Faðir barnanna hefur stöðu grunaðs í málinu. Móðir barnanna var flutt alvarlega særð á sjúkrahús. Málið er rannsakað sem morð, að því er fram kom í máli lögreglustjórans Idu Melbo Øystese á stuttum blaðamannafundi sem haldinn var í Lillestrøm í gærkvöldi. Lögregla hefur annars lítið gefið upp um málið en líkt og áður segir hefur faðir barnanna stöðu grunaðs. Grunur gegn honum virðist þó ekki sterkur, að því er fram kemur í frétt NRK, og hefur honum þegar verið sleppt úr haldi. Faðirinn neitaði allri aðild að dauða barna sinna við yfirheyrslu í gær, að sögn lögmanns hans. Þá vissi lögmaðurinn ekki á hvaða grundvelli faðirinn hefði stöðu grunaðs og raunar ekki heldur hvort hann væri yfir höfuð enn grunaður, samkvæmt frétt NRK. Lögregla og slökkvilið voru kölluð út að heimili fjölskyldunnar í Lørenskógi um klukkan hálf níu að norskum tíma á sunnudagsmorgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eldsvoða í íbúðinni. Þegar lögreglumenn komu inn í íbúðina fundu þeir börnin tvö látin og móður þeirra alvarlega særða. Hún er ekki í lífshættu. Þá er dánarorsök barnanna ekki ljós. Umfangsmikil rannsókn lögreglu hófst á vettvangi í gær. Lögreglumenn í hlífðarfatnaði hafa sést við störf í íbúð fjölskyldunnar og þá hefur verið gengið um hverfið með lögregluhunda og rætt við nágranna. Þá fóru lögreglumenn að heimili í Fjerdingby, bæ skammt austan við Lørenskóg, til að ræða við húsráðanda þar. Ekkert hefur verið gefið upp um tengsl viðkomandi við málið. Nágrannar sem NRK hefur rætt við lýsa undrun og hryllingi yfir málinu. Lørenskógur hefur undanfarna mánuði verið áberandi í fjölmiðlum vegna hvarfs Anne-Elisabeth Hagen, sem lögregla telur að hafi verið myrt á heimili sínu í bænum. Noregur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Tvö börn fundust látin í íbúð í Lørenskógi í grennd við norsku höfuðborgina Ósló í gærmorgun. Faðir barnanna hefur stöðu grunaðs í málinu. Móðir barnanna var flutt alvarlega særð á sjúkrahús. Málið er rannsakað sem morð, að því er fram kom í máli lögreglustjórans Idu Melbo Øystese á stuttum blaðamannafundi sem haldinn var í Lillestrøm í gærkvöldi. Lögregla hefur annars lítið gefið upp um málið en líkt og áður segir hefur faðir barnanna stöðu grunaðs. Grunur gegn honum virðist þó ekki sterkur, að því er fram kemur í frétt NRK, og hefur honum þegar verið sleppt úr haldi. Faðirinn neitaði allri aðild að dauða barna sinna við yfirheyrslu í gær, að sögn lögmanns hans. Þá vissi lögmaðurinn ekki á hvaða grundvelli faðirinn hefði stöðu grunaðs og raunar ekki heldur hvort hann væri yfir höfuð enn grunaður, samkvæmt frétt NRK. Lögregla og slökkvilið voru kölluð út að heimili fjölskyldunnar í Lørenskógi um klukkan hálf níu að norskum tíma á sunnudagsmorgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eldsvoða í íbúðinni. Þegar lögreglumenn komu inn í íbúðina fundu þeir börnin tvö látin og móður þeirra alvarlega særða. Hún er ekki í lífshættu. Þá er dánarorsök barnanna ekki ljós. Umfangsmikil rannsókn lögreglu hófst á vettvangi í gær. Lögreglumenn í hlífðarfatnaði hafa sést við störf í íbúð fjölskyldunnar og þá hefur verið gengið um hverfið með lögregluhunda og rætt við nágranna. Þá fóru lögreglumenn að heimili í Fjerdingby, bæ skammt austan við Lørenskóg, til að ræða við húsráðanda þar. Ekkert hefur verið gefið upp um tengsl viðkomandi við málið. Nágrannar sem NRK hefur rætt við lýsa undrun og hryllingi yfir málinu. Lørenskógur hefur undanfarna mánuði verið áberandi í fjölmiðlum vegna hvarfs Anne-Elisabeth Hagen, sem lögregla telur að hafi verið myrt á heimili sínu í bænum.
Noregur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira