„Djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júlí 2020 10:30 Sigríður, Friðrik, Ingólfur og Sverrir fá reglulega beiðnir um að flytja lagið Ja ja Ding Dong. „Þetta er beggja blands. Fólk öskrar Ja ja ding dong en nennir kannski ekkert að hlusta á lagið. Þetta er djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring. Lagið er ekkert alslæmt og við Jógvan tökum það til að þagga niður í ding dong kallinum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem hefur verið á ferð um landið með Færeyingnum Jógvani Hansen undanfarnar vikur. Íslenskir tónlistarmenn hafa fundið fyrir því síðustu daga að Íslendingar öskri upp á svið: „Spilaðu Ja ja Ding Dong“ en eins og margir vita er það lag úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrels. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með hlutverk í kvikmyndinni og leikur hann einmitt Húsvíking sem öskrar ítrekað sömu setningu á karakter Will Ferrels og Rachel McAdams í kvikmyndinni. „Mér finnst það eigi að banna lifandi flutning á laginu annars staðar en á Húsavík,“ segir Friðrik. „Það er alltaf einn Laddi í hverjum sal sem biður um lagið allt kvöldið sem maður kemur fram,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, en hann kemur ávallt nokkrum sinnum fram um hverja helgi. Þá oft í heimateitum og finnur hann töluvert fyrir því að Íslendingar séu að vinna með sama brandarann. „Fólk er eitthvað að biðja um þetta lag en það er meira í gríni en alvöru held ég. Það er ekki inn á mínu prógrami og ekki á leið þangað inn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona, sem hefur verið að koma fram um land allt með bandinu GÓSS síðustu vikur. Alveg rammíslenskt „Varðandi JaJa Ding Dong. Þá varð ég mikið var við það vikuna eftir að myndin kom út. Ég hafði gaman af laginu og hafði því mjög gaman af þessu,“ segir söngvarinn Sverrir Bergmann í samtali við Vísi. Sverrir segir að það sé alveg rammíslenskt að einhver sé að garga óskalag yfir allan salinn. „JaJa Ding Dong varð orðinn hálfgerður samnefnari fyrir þau öll. Grínið virðist að mestu gengið yfir. En ég sé ekkert að því að verða við bóninni allavega í fyrsta skiptið sem það er kallað.“ Hera Björk og Benedikt Sigurðsson hafa nú gefið út íslenska útgáfu af laginu Ja ja Ding Dong eins og sjá má hér að neðan. Fólk vill frekar Ja ja Ding Dong heldur en Bubba Morthens á tjaldsvæðinu. Bubba líst ekkert á það. Fólk fæðst stundum án tóneyra— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 19, 2020 Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Þetta er beggja blands. Fólk öskrar Ja ja ding dong en nennir kannski ekkert að hlusta á lagið. Þetta er djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring. Lagið er ekkert alslæmt og við Jógvan tökum það til að þagga niður í ding dong kallinum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem hefur verið á ferð um landið með Færeyingnum Jógvani Hansen undanfarnar vikur. Íslenskir tónlistarmenn hafa fundið fyrir því síðustu daga að Íslendingar öskri upp á svið: „Spilaðu Ja ja Ding Dong“ en eins og margir vita er það lag úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrels. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með hlutverk í kvikmyndinni og leikur hann einmitt Húsvíking sem öskrar ítrekað sömu setningu á karakter Will Ferrels og Rachel McAdams í kvikmyndinni. „Mér finnst það eigi að banna lifandi flutning á laginu annars staðar en á Húsavík,“ segir Friðrik. „Það er alltaf einn Laddi í hverjum sal sem biður um lagið allt kvöldið sem maður kemur fram,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, en hann kemur ávallt nokkrum sinnum fram um hverja helgi. Þá oft í heimateitum og finnur hann töluvert fyrir því að Íslendingar séu að vinna með sama brandarann. „Fólk er eitthvað að biðja um þetta lag en það er meira í gríni en alvöru held ég. Það er ekki inn á mínu prógrami og ekki á leið þangað inn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona, sem hefur verið að koma fram um land allt með bandinu GÓSS síðustu vikur. Alveg rammíslenskt „Varðandi JaJa Ding Dong. Þá varð ég mikið var við það vikuna eftir að myndin kom út. Ég hafði gaman af laginu og hafði því mjög gaman af þessu,“ segir söngvarinn Sverrir Bergmann í samtali við Vísi. Sverrir segir að það sé alveg rammíslenskt að einhver sé að garga óskalag yfir allan salinn. „JaJa Ding Dong varð orðinn hálfgerður samnefnari fyrir þau öll. Grínið virðist að mestu gengið yfir. En ég sé ekkert að því að verða við bóninni allavega í fyrsta skiptið sem það er kallað.“ Hera Björk og Benedikt Sigurðsson hafa nú gefið út íslenska útgáfu af laginu Ja ja Ding Dong eins og sjá má hér að neðan. Fólk vill frekar Ja ja Ding Dong heldur en Bubba Morthens á tjaldsvæðinu. Bubba líst ekkert á það. Fólk fæðst stundum án tóneyra— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 19, 2020
Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira