Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Telma Tómasson skrifar 20. júlí 2020 15:00 Grindvíkingar eru vanir jarðhræringum, einkum síðustu mánuði. Vísir/Egill Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. Engin merki eru um gosóróa en tugir eftirskjálfta hafa mælst og er fylgst grannt með þróun mála. Grindvíkingar halda ró sinni, en hættuástand er þó viðvarðandi. Hrinan hófst með snörpum jarðskjálfta sem mældist 5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um tuttugu mínútur í miðnætti í gærkvöldi og fannst hann vel á mjög stóru svæði; á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur að Vík í Mýrdal, sem og á Akranesi á Vesturlandi. Þetta er ekki óvenjulegt, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúrvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands, einkum þegar um svo stóran skjálfta er að ræða. „Við höfum fengið held ég, já, marga tugi ef ekki hundruð tilkynninga,“ segir Salóme. Virkni á svæðinu var talsvert mikil frameftir nóttu, dvínaði aðeins um þrjúleytið, en styrktist aftur í morgunsárið um sexleytið, með tveimur skjálftum upp á 4,6 og 4,3 .Margir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, alls afa orðið 19 skjálftar stærri en þrír og segir Salóme virknina stöðuga áfram, þó hún fari eilítið dvínandi. „Þetta er tengt landrisinu sem hefur verið við Þorbjörn að því leyti að við vorum að búast við því að sjá að virknin myndi hoppa á milli svæða á Reykjanesi og má segja að hún sé endurvakin, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi, núna. Þetta er framhald af því. Við sjáum engan gosóróa, engin merki þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið akkúrat núna. En þetta er náttúrulega eldvirkt svæði og það mun gjósa á Reykjanesinu einhvern tímann. En það eru engin merki um það að það sé akkúrat núna.“ Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík frá því í janúar, erfitt er að spá fyrir um framhaldið og áfram er grannt fylgst með. „Jörðin er ekki undir okkar stjórn eins mikið og við vildum og við verðum bara að fylgjast með og svo bara kemur í ljós hvað gerist,“ segir Salóme. Tilbúin til rýmingar Grindvíkingar eru orðnir vanir því að jörð skjálfi, taka öllu með stóískri ró en hafa þó varann á. Bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Það er enn þá hættuástand núna og við erum með tengsl við Veðurstofuna ef eitthvað stærra gerist,“ segir Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnssýslusviðs Grindavíkurbæjar. Hvað felur hættuástand í sér af ykkar hálfu? „Í rauninni framhald frá því í janúar þá eru menn viðbúnir að þurfa að rýma, kannski aðallega út af eldgosi, en kannski ekki vegna jarðskjálfta,“ segir Jón. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. Engin merki eru um gosóróa en tugir eftirskjálfta hafa mælst og er fylgst grannt með þróun mála. Grindvíkingar halda ró sinni, en hættuástand er þó viðvarðandi. Hrinan hófst með snörpum jarðskjálfta sem mældist 5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um tuttugu mínútur í miðnætti í gærkvöldi og fannst hann vel á mjög stóru svæði; á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur að Vík í Mýrdal, sem og á Akranesi á Vesturlandi. Þetta er ekki óvenjulegt, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúrvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands, einkum þegar um svo stóran skjálfta er að ræða. „Við höfum fengið held ég, já, marga tugi ef ekki hundruð tilkynninga,“ segir Salóme. Virkni á svæðinu var talsvert mikil frameftir nóttu, dvínaði aðeins um þrjúleytið, en styrktist aftur í morgunsárið um sexleytið, með tveimur skjálftum upp á 4,6 og 4,3 .Margir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, alls afa orðið 19 skjálftar stærri en þrír og segir Salóme virknina stöðuga áfram, þó hún fari eilítið dvínandi. „Þetta er tengt landrisinu sem hefur verið við Þorbjörn að því leyti að við vorum að búast við því að sjá að virknin myndi hoppa á milli svæða á Reykjanesi og má segja að hún sé endurvakin, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi, núna. Þetta er framhald af því. Við sjáum engan gosóróa, engin merki þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið akkúrat núna. En þetta er náttúrulega eldvirkt svæði og það mun gjósa á Reykjanesinu einhvern tímann. En það eru engin merki um það að það sé akkúrat núna.“ Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík frá því í janúar, erfitt er að spá fyrir um framhaldið og áfram er grannt fylgst með. „Jörðin er ekki undir okkar stjórn eins mikið og við vildum og við verðum bara að fylgjast með og svo bara kemur í ljós hvað gerist,“ segir Salóme. Tilbúin til rýmingar Grindvíkingar eru orðnir vanir því að jörð skjálfi, taka öllu með stóískri ró en hafa þó varann á. Bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Það er enn þá hættuástand núna og við erum með tengsl við Veðurstofuna ef eitthvað stærra gerist,“ segir Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnssýslusviðs Grindavíkurbæjar. Hvað felur hættuástand í sér af ykkar hálfu? „Í rauninni framhald frá því í janúar þá eru menn viðbúnir að þurfa að rýma, kannski aðallega út af eldgosi, en kannski ekki vegna jarðskjálfta,“ segir Jón.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47