Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 16:25 Ísbjörn á veiðum á hafís norður af Svalbarða. Hop hafíssins þýðir að erfiðara verður fyrir birnina að leita sér að fæðu. Þær breytingar sem stefnir í að verði á jörðinni fyrir lok aldarinnar gætu leitt til þess að birnirnir svelti. Vísir/Getty Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Ísbirnir reiða sig á hafís til að veiða sér seli til matar og eyða stærstum hluta ævinnar á ísilögðu hafinu. Hnattræn hlýnun er allt að þrefalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni og hefur hafísþekjan að sumri dregist saman um þrettán prósent á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981-2010. Sums staðar er ísinn skemur en hann var áður, annars staðar er alveg íslaust yfir sumarið. Nítján undirtegundir hvítabjarna um allt norðurskautið eru í hættu á útrýmingu af þessum sökum. Ísleysið heldur þeim frá veiðilendum sínum úti á hafísnum í lengri tíma. Sultur og verra atlæti fyrir húnana gæti leitt til hraðs hruns í afkomu stofnsins, að sögn New York Times. Nú segja vísindamenn að afar litlar líkur séu á því að hvítabirnir þrífist nokkurs staðar á jörðinni nema mögulega í einum undirstofni nyrst á norðurskautinu dragi menn ekki verulega úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni. „Þú þarft hafís til að ná í fæðuna. Það er ekki nóg fæða á landi til þess að halda við ísbjarnastofninum,“ segir Peter K. Molnar frá Toronto-háskóla við bandaríska blaðið. Hann og félagar hans birtu grein um rannsókn á horfum hvítabjarna í vísindaritinu Nature Climate Change í dag. Örlög ísbjarnanna hefur verið ein þekktasta birtingarmynd loftslagsbreytinga af völdum manna. Þær ógna afkomu og tilvist fjölda dýrategunda um alla jörðina.Vísir/EPA Fasta lengur og hafa skemmri tíma til veiða Molnar og félagar skoðuðu þrettán undirtegundir ísbjarna sem um 80% þeirra 25.000 dýra sem talin eru lifa á norðurskautinu tilheyra. Reiknuðu þeir út hversu lengi birnirnir gætu lifað af með því að ganga á fituforða sín ef þeir neyðast til þess að fasta vegna aðstæðna. Í tilfelli kvendýra reiknuðu þeir út hvað birnurnar gætu lifað lengi og gefið húnum sínum. Báru þeir útreikningana saman við niðurstöður loftslagslíkana um örlög hafíssins á þessari öld. Komust vísindamennirnir að raun um að nærri því allir undirstofnar hvítabjarna ættu eftir að svelta gangi spár um íslausa daga eftir. Til að bæta gráu ofan á svart lengdist fasta bjarnanna ekki aðeins heldur hefðu þeir skemmri tíma en ella til að veiða sér til matar en áður. Þeir þyrftu einnig að eyði enn meiri orku í að leita sér að maka á hverfandi ísnum. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið til að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5-2°C borið saman við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vísindamennirnir sem stóðu að nýju rannsókninni vara við að jafnvel þó að árangur náist í að draga úr losun, hún nái hámarki árið 2040 og dragist síðan saman, horfi margir undirstofnar hvítabjarna fram á útrýmingu. Hópar sem hafna loftslagsvísindum og afleiðingum loftslagsbreytinga hafa haldið því fram að ógnin við hvítabirni sé ofmetin og vísa til þess að þeir hafi staðið að sér fyrri hlýskeið á jörðinni. Vísindamenn telja hins vegar að á þeim tímum hafi birnirnir haft aðgang að öðrum fæðumöguleikum, sérstaklega hvölum, sem standi þeim ekki til boða nú. Norðurslóðir Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Ísbirnir reiða sig á hafís til að veiða sér seli til matar og eyða stærstum hluta ævinnar á ísilögðu hafinu. Hnattræn hlýnun er allt að þrefalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni og hefur hafísþekjan að sumri dregist saman um þrettán prósent á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981-2010. Sums staðar er ísinn skemur en hann var áður, annars staðar er alveg íslaust yfir sumarið. Nítján undirtegundir hvítabjarna um allt norðurskautið eru í hættu á útrýmingu af þessum sökum. Ísleysið heldur þeim frá veiðilendum sínum úti á hafísnum í lengri tíma. Sultur og verra atlæti fyrir húnana gæti leitt til hraðs hruns í afkomu stofnsins, að sögn New York Times. Nú segja vísindamenn að afar litlar líkur séu á því að hvítabirnir þrífist nokkurs staðar á jörðinni nema mögulega í einum undirstofni nyrst á norðurskautinu dragi menn ekki verulega úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni. „Þú þarft hafís til að ná í fæðuna. Það er ekki nóg fæða á landi til þess að halda við ísbjarnastofninum,“ segir Peter K. Molnar frá Toronto-háskóla við bandaríska blaðið. Hann og félagar hans birtu grein um rannsókn á horfum hvítabjarna í vísindaritinu Nature Climate Change í dag. Örlög ísbjarnanna hefur verið ein þekktasta birtingarmynd loftslagsbreytinga af völdum manna. Þær ógna afkomu og tilvist fjölda dýrategunda um alla jörðina.Vísir/EPA Fasta lengur og hafa skemmri tíma til veiða Molnar og félagar skoðuðu þrettán undirtegundir ísbjarna sem um 80% þeirra 25.000 dýra sem talin eru lifa á norðurskautinu tilheyra. Reiknuðu þeir út hversu lengi birnirnir gætu lifað af með því að ganga á fituforða sín ef þeir neyðast til þess að fasta vegna aðstæðna. Í tilfelli kvendýra reiknuðu þeir út hvað birnurnar gætu lifað lengi og gefið húnum sínum. Báru þeir útreikningana saman við niðurstöður loftslagslíkana um örlög hafíssins á þessari öld. Komust vísindamennirnir að raun um að nærri því allir undirstofnar hvítabjarna ættu eftir að svelta gangi spár um íslausa daga eftir. Til að bæta gráu ofan á svart lengdist fasta bjarnanna ekki aðeins heldur hefðu þeir skemmri tíma en ella til að veiða sér til matar en áður. Þeir þyrftu einnig að eyði enn meiri orku í að leita sér að maka á hverfandi ísnum. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið til að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5-2°C borið saman við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vísindamennirnir sem stóðu að nýju rannsókninni vara við að jafnvel þó að árangur náist í að draga úr losun, hún nái hámarki árið 2040 og dragist síðan saman, horfi margir undirstofnar hvítabjarna fram á útrýmingu. Hópar sem hafna loftslagsvísindum og afleiðingum loftslagsbreytinga hafa haldið því fram að ógnin við hvítabirni sé ofmetin og vísa til þess að þeir hafi staðið að sér fyrri hlýskeið á jörðinni. Vísindamenn telja hins vegar að á þeim tímum hafi birnirnir haft aðgang að öðrum fæðumöguleikum, sérstaklega hvölum, sem standi þeim ekki til boða nú.
Norðurslóðir Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15