Ronaldo skoraði tvö, setti met og færði Juventus nær enn einum titlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 15:28 Cristiano Ronaldo fagnar með Adrian Rabiot og Leonardo Bonucci. getty/Stefano Guidi Cristiano Ronaldo skoraði bæði Juventus þegar liðið lagði Lazio að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum færðist Juventus nær níunda meistaratitlinum í röð. Fyrra mark Ronaldos var hans fimmtugasta í ítölsku úrvalsdeildinni. Enginn leikmaður frá tímabilinu 1994-95 hefur þurft jafn fáa leiki (61) til að skora 50 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Ronaldo bætti met Andriy Shevchenko sem skoraði 50 mörk í fyrstu 68 leikjum sínum fyrir AC Milan. 61 - Cristiano #Ronaldo is the fastest player to score 50 goals in Serie A (61 appearances) - among the players who made their debut since 1994/95. Sprinter.#JuventusLazio #SerieA pic.twitter.com/Fy6hQ6xW4W— OptaPaolo (@OptaPaolo) July 20, 2020 Ronaldo er jafnframt fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimmtíu mörk í efstu deild á Ítalíu, Spáni og Englandi. Portúgalinn skoraði 84 mörk í 196 leikjum fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, 311 mörk í 292 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og hefur skorað 51 mark í 61 leikjum fyrir Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. England Spain ItalyCristiano Ronaldo has become the first player to score 50+ goals in the Premier League, La Liga and Serie A. Wow. An elite player wherever he goes pic.twitter.com/R7UNAywjwO— talkSPORT (@talkSPORT) July 20, 2020 Ronaldo kom Juventus yfir í leiknum gegn Lazio í gær með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við eftir undirbúning Paolos Dybala. Þetta var níunda mark Ronaldos í níu deildarleikjum síðan keppni hófst á ný í júní. Ciro Immobile minnkaði muninn fyrir Lazio á 83. mínútu en nær komust gestirnir frá Róm ekki. Immobile og Ronaldo eru markahæstir í ítölsku úrvalsdeildinni með 30 mörk hvor. Juventus er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið. Lazio er í 4. sætinu en liðinu hefur ekki gengið vel eftir að keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. Mörkin úr leik Juventus og Lazio má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldo sá um Lazio Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði bæði Juventus þegar liðið lagði Lazio að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum færðist Juventus nær níunda meistaratitlinum í röð. Fyrra mark Ronaldos var hans fimmtugasta í ítölsku úrvalsdeildinni. Enginn leikmaður frá tímabilinu 1994-95 hefur þurft jafn fáa leiki (61) til að skora 50 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Ronaldo bætti met Andriy Shevchenko sem skoraði 50 mörk í fyrstu 68 leikjum sínum fyrir AC Milan. 61 - Cristiano #Ronaldo is the fastest player to score 50 goals in Serie A (61 appearances) - among the players who made their debut since 1994/95. Sprinter.#JuventusLazio #SerieA pic.twitter.com/Fy6hQ6xW4W— OptaPaolo (@OptaPaolo) July 20, 2020 Ronaldo er jafnframt fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimmtíu mörk í efstu deild á Ítalíu, Spáni og Englandi. Portúgalinn skoraði 84 mörk í 196 leikjum fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, 311 mörk í 292 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og hefur skorað 51 mark í 61 leikjum fyrir Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. England Spain ItalyCristiano Ronaldo has become the first player to score 50+ goals in the Premier League, La Liga and Serie A. Wow. An elite player wherever he goes pic.twitter.com/R7UNAywjwO— talkSPORT (@talkSPORT) July 20, 2020 Ronaldo kom Juventus yfir í leiknum gegn Lazio í gær með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við eftir undirbúning Paolos Dybala. Þetta var níunda mark Ronaldos í níu deildarleikjum síðan keppni hófst á ný í júní. Ciro Immobile minnkaði muninn fyrir Lazio á 83. mínútu en nær komust gestirnir frá Róm ekki. Immobile og Ronaldo eru markahæstir í ítölsku úrvalsdeildinni með 30 mörk hvor. Juventus er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið. Lazio er í 4. sætinu en liðinu hefur ekki gengið vel eftir að keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. Mörkin úr leik Juventus og Lazio má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldo sá um Lazio
Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira