Ronaldo skoraði tvö, setti met og færði Juventus nær enn einum titlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 15:28 Cristiano Ronaldo fagnar með Adrian Rabiot og Leonardo Bonucci. getty/Stefano Guidi Cristiano Ronaldo skoraði bæði Juventus þegar liðið lagði Lazio að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum færðist Juventus nær níunda meistaratitlinum í röð. Fyrra mark Ronaldos var hans fimmtugasta í ítölsku úrvalsdeildinni. Enginn leikmaður frá tímabilinu 1994-95 hefur þurft jafn fáa leiki (61) til að skora 50 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Ronaldo bætti met Andriy Shevchenko sem skoraði 50 mörk í fyrstu 68 leikjum sínum fyrir AC Milan. 61 - Cristiano #Ronaldo is the fastest player to score 50 goals in Serie A (61 appearances) - among the players who made their debut since 1994/95. Sprinter.#JuventusLazio #SerieA pic.twitter.com/Fy6hQ6xW4W— OptaPaolo (@OptaPaolo) July 20, 2020 Ronaldo er jafnframt fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimmtíu mörk í efstu deild á Ítalíu, Spáni og Englandi. Portúgalinn skoraði 84 mörk í 196 leikjum fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, 311 mörk í 292 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og hefur skorað 51 mark í 61 leikjum fyrir Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. England Spain ItalyCristiano Ronaldo has become the first player to score 50+ goals in the Premier League, La Liga and Serie A. Wow. An elite player wherever he goes pic.twitter.com/R7UNAywjwO— talkSPORT (@talkSPORT) July 20, 2020 Ronaldo kom Juventus yfir í leiknum gegn Lazio í gær með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við eftir undirbúning Paolos Dybala. Þetta var níunda mark Ronaldos í níu deildarleikjum síðan keppni hófst á ný í júní. Ciro Immobile minnkaði muninn fyrir Lazio á 83. mínútu en nær komust gestirnir frá Róm ekki. Immobile og Ronaldo eru markahæstir í ítölsku úrvalsdeildinni með 30 mörk hvor. Juventus er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið. Lazio er í 4. sætinu en liðinu hefur ekki gengið vel eftir að keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. Mörkin úr leik Juventus og Lazio má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldo sá um Lazio Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði bæði Juventus þegar liðið lagði Lazio að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum færðist Juventus nær níunda meistaratitlinum í röð. Fyrra mark Ronaldos var hans fimmtugasta í ítölsku úrvalsdeildinni. Enginn leikmaður frá tímabilinu 1994-95 hefur þurft jafn fáa leiki (61) til að skora 50 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Ronaldo bætti met Andriy Shevchenko sem skoraði 50 mörk í fyrstu 68 leikjum sínum fyrir AC Milan. 61 - Cristiano #Ronaldo is the fastest player to score 50 goals in Serie A (61 appearances) - among the players who made their debut since 1994/95. Sprinter.#JuventusLazio #SerieA pic.twitter.com/Fy6hQ6xW4W— OptaPaolo (@OptaPaolo) July 20, 2020 Ronaldo er jafnframt fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimmtíu mörk í efstu deild á Ítalíu, Spáni og Englandi. Portúgalinn skoraði 84 mörk í 196 leikjum fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, 311 mörk í 292 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og hefur skorað 51 mark í 61 leikjum fyrir Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. England Spain ItalyCristiano Ronaldo has become the first player to score 50+ goals in the Premier League, La Liga and Serie A. Wow. An elite player wherever he goes pic.twitter.com/R7UNAywjwO— talkSPORT (@talkSPORT) July 20, 2020 Ronaldo kom Juventus yfir í leiknum gegn Lazio í gær með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við eftir undirbúning Paolos Dybala. Þetta var níunda mark Ronaldos í níu deildarleikjum síðan keppni hófst á ný í júní. Ciro Immobile minnkaði muninn fyrir Lazio á 83. mínútu en nær komust gestirnir frá Róm ekki. Immobile og Ronaldo eru markahæstir í ítölsku úrvalsdeildinni með 30 mörk hvor. Juventus er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið. Lazio er í 4. sætinu en liðinu hefur ekki gengið vel eftir að keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. Mörkin úr leik Juventus og Lazio má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldo sá um Lazio
Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira