Isavia fengið 40 prósent af andvirði seldra farmiða í áætlunarakstri Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 14:46 Bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/vilhelm Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Isavia að „koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku“ á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli. Eftirlitið telur óhætt að áætla að Isavia hafi fengið 40 prósent af andvirði allra selda farmiða í áætlunarakstri milli höfuðborgarsvæðsins og flugvallarins undanfarin tvö ár. Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til Isavia eru í fimm liðum og kveða meðal annars á um að Isavia taki núverandi fyrirkomulag svokallaðra nær- og fjarstæða til endurskoðunar innan sex mánaða. Tilmælin eru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina. Þar voru undir fyrrnefnd nærstæði, sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur, og svo fjarstæði sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri. Rútufyrirtækið Allrahanda kvartaði undir fyrirkomulaginu og ákvað Samkeppniseftirlitið um mitt árið 2018 að stöðva gjaldtöku Isavia á fjarstæðum - „þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu eftirlitsins. „Í þessu sambandi skipti máli að Isavia nýtur einstakra yfirburða sem opinber rekstraraðili og nánast eini skipuleggjandi allrar aðstöðu fyrir fyrirtæki sem starfa á Keflavíkurflugvelli og innan flugstöðvarinnar. Taldi eftirlitið sennilegt að gjaldtakan fæli í sér of hátt verð eða okur auk þess sem hún mismunaði fólksflutningafyrirtækjum í sams konar viðskiptum og var hún því stöðvuð.“ Við höfuðstöðvar Isavia í Vatnsmýri.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins gaf ekki tilefni til frekari íhlutunar, að öðru leyti en að beina fimm tilmælum til Isavia. Þau fyrstu lúta að því að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá ákvörðuninni, sem dagsett er í dag. „Er æskilegt að Isavia líti til allra mögulegra markaða fyrir áætlunarog hópferðaakstur til og frá FLE og áhrifa væntanlegs útboðs og annarra ráðstafana Isavia á samkeppni á þeim mörkuðum,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um þennan lið tilmælanna. Síðasta útboð gallað Sá næsti lýtur að því að næsta útboð á fólksflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að framkvæmd síðasta útboðs vegna áætlunaraksturs til og frá nærstæðum flugvellinu árið 2017 hafi verið nokkrum annmörkum háð. „Fæst ekki annað séð en að tilgangur útboðsins hafi ekki verið sá að ná fram sem mestri hagkvæmni heldur einungis að tryggja Isavia sem hæstar tekjur af hverjum seldum farmiða,“ segir í ákvörðun eftirlitsins áður en útboðinu er lýst með eftirfarandi hætti: „Fyrirkomulagið var þannig að aðilar buðu að tiltekið hlutfall af tekjum (hverjum seldum farmiða) skildi renna sem þóknun til Isavia. Að lágmarki skyldi hlutfallið vera 20% og var niðurstaðan sú að Kynnisferðir buðu þóknun sem nam 41,2% af verði hvers selds farmiða og Hópbílar 33,33% en þessi fyrirtæki voru hlutskörpust í útboðinu.“ Miðað við hlutdeild umræddra fyrirtækja í áætlunarakstri segir Samkeppniseftirlitið að gera megi ráð fyrir því að Isavia hafi nú þegar fengið í sinn hlut um 40% af andvirði allra seldra farmiða í áætlunarakstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins frá 1. mars 2018 þegar gjaldtakan hófst. Tilmælin fimm Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér, en tilmæli eftirlitsins til Isavia eru sem hér segir: Að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá töku ákvörðunar þessarar og að aðferðafræði samkeppnismats verði beitt við þá skoðun. Að næsta útboð á fólksflutningum til og frá FLE verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Að mótaðar kostnaðarforsendur liggi til grundvallar gjaldtöku vegna þeirrar aðstöðu sem Isavia ohf. býður fólksflutningafyrirtækjum. Að við skipulagningu fólksflutninga til og frá FLE verði hugað að samspili mismunandi valkosta til þess að tryggja samkeppnislegt aðhald. Að Isavia grípi ekki til afturvirkrar gjaldtöku á fjarstæðum vegna tímabila sem liðið hafa áður en ákvörðun þessi er birt. Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Samgöngur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Isavia að „koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku“ á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli. Eftirlitið telur óhætt að áætla að Isavia hafi fengið 40 prósent af andvirði allra selda farmiða í áætlunarakstri milli höfuðborgarsvæðsins og flugvallarins undanfarin tvö ár. Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til Isavia eru í fimm liðum og kveða meðal annars á um að Isavia taki núverandi fyrirkomulag svokallaðra nær- og fjarstæða til endurskoðunar innan sex mánaða. Tilmælin eru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina. Þar voru undir fyrrnefnd nærstæði, sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur, og svo fjarstæði sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri. Rútufyrirtækið Allrahanda kvartaði undir fyrirkomulaginu og ákvað Samkeppniseftirlitið um mitt árið 2018 að stöðva gjaldtöku Isavia á fjarstæðum - „þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu eftirlitsins. „Í þessu sambandi skipti máli að Isavia nýtur einstakra yfirburða sem opinber rekstraraðili og nánast eini skipuleggjandi allrar aðstöðu fyrir fyrirtæki sem starfa á Keflavíkurflugvelli og innan flugstöðvarinnar. Taldi eftirlitið sennilegt að gjaldtakan fæli í sér of hátt verð eða okur auk þess sem hún mismunaði fólksflutningafyrirtækjum í sams konar viðskiptum og var hún því stöðvuð.“ Við höfuðstöðvar Isavia í Vatnsmýri.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins gaf ekki tilefni til frekari íhlutunar, að öðru leyti en að beina fimm tilmælum til Isavia. Þau fyrstu lúta að því að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá ákvörðuninni, sem dagsett er í dag. „Er æskilegt að Isavia líti til allra mögulegra markaða fyrir áætlunarog hópferðaakstur til og frá FLE og áhrifa væntanlegs útboðs og annarra ráðstafana Isavia á samkeppni á þeim mörkuðum,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um þennan lið tilmælanna. Síðasta útboð gallað Sá næsti lýtur að því að næsta útboð á fólksflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að framkvæmd síðasta útboðs vegna áætlunaraksturs til og frá nærstæðum flugvellinu árið 2017 hafi verið nokkrum annmörkum háð. „Fæst ekki annað séð en að tilgangur útboðsins hafi ekki verið sá að ná fram sem mestri hagkvæmni heldur einungis að tryggja Isavia sem hæstar tekjur af hverjum seldum farmiða,“ segir í ákvörðun eftirlitsins áður en útboðinu er lýst með eftirfarandi hætti: „Fyrirkomulagið var þannig að aðilar buðu að tiltekið hlutfall af tekjum (hverjum seldum farmiða) skildi renna sem þóknun til Isavia. Að lágmarki skyldi hlutfallið vera 20% og var niðurstaðan sú að Kynnisferðir buðu þóknun sem nam 41,2% af verði hvers selds farmiða og Hópbílar 33,33% en þessi fyrirtæki voru hlutskörpust í útboðinu.“ Miðað við hlutdeild umræddra fyrirtækja í áætlunarakstri segir Samkeppniseftirlitið að gera megi ráð fyrir því að Isavia hafi nú þegar fengið í sinn hlut um 40% af andvirði allra seldra farmiða í áætlunarakstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins frá 1. mars 2018 þegar gjaldtakan hófst. Tilmælin fimm Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér, en tilmæli eftirlitsins til Isavia eru sem hér segir: Að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá töku ákvörðunar þessarar og að aðferðafræði samkeppnismats verði beitt við þá skoðun. Að næsta útboð á fólksflutningum til og frá FLE verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Að mótaðar kostnaðarforsendur liggi til grundvallar gjaldtöku vegna þeirrar aðstöðu sem Isavia ohf. býður fólksflutningafyrirtækjum. Að við skipulagningu fólksflutninga til og frá FLE verði hugað að samspili mismunandi valkosta til þess að tryggja samkeppnislegt aðhald. Að Isavia grípi ekki til afturvirkrar gjaldtöku á fjarstæðum vegna tímabila sem liðið hafa áður en ákvörðun þessi er birt.
Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Samgöngur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira