Lækka hraða á sex götum og setja upp „snjallgangbrautir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 16:41 Við Reykjavíkurtjörn, ráðhús Reykjavíkur í baksýn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum. Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir. Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum: Snjallgangbrautir Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum: •Neshagi v. Furumel •Rofabær v. Árbæjarskóla •Seljaskógar v. Seljabraut •Fjallkonuvegur v. Logafold Gangbrautir og bættar gönguþveranir •Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun •Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun •Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun •Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir •Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó •Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing •Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir •Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut •Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir •Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun •Sogavegur, gangbrautarlýsing •Smárarimi, gangbraut og upphækkun •Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó •Lambhagavegur, bætt gönguþverun Hraðalækkun: •Engjateigur •Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs •Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar •Laugarásvegur •Lokinhamrar •Haukdælabraut, Reynisvatnsás Annað •Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða, •Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð, •Eyra við innkeyrslu Laugar, •Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur, •Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum. Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir. Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum: Snjallgangbrautir Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum: •Neshagi v. Furumel •Rofabær v. Árbæjarskóla •Seljaskógar v. Seljabraut •Fjallkonuvegur v. Logafold Gangbrautir og bættar gönguþveranir •Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun •Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun •Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun •Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir •Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó •Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing •Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir •Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut •Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir •Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun •Sogavegur, gangbrautarlýsing •Smárarimi, gangbraut og upphækkun •Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó •Lambhagavegur, bætt gönguþverun Hraðalækkun: •Engjateigur •Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs •Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar •Laugarásvegur •Lokinhamrar •Haukdælabraut, Reynisvatnsás Annað •Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða, •Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð, •Eyra við innkeyrslu Laugar, •Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur, •Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt
Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira