Sturgeon sakaði Boris um að reyna að nýta sér faraldurinn í pólitískum tilgangi Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2020 21:23 Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skota. Getty/Fraser Bremner Forsætisráðherra Skotlands sakaði í dag forsætisráðherra Bretlands um að beita kórónuveirufaraldrinum sem „einhverskonar pólitísku vopni.“ Þessa dagana sækir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Skotland heim í fyrsta sinn frá því í desember síðastliðnum. Sagði ráðherrann að viðbrögð Breta við faraldrinum væri dæmi um einskæran mátt breska konungdæmisins. Skotum hefði beðið efnahagslegar hamfarir ef ekki væri fyrir ríkissjóð Bretlands sem þeim var unnt að leita í. Johnson hafnaði því að hann væri að nota faraldurinn í þeim tilgangi að reyna að efla stuðning skoskra við því að konungdæmið haldist í núverandi mynd en skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda eru hlynntir því að Skotar sækist eftir sjálfstæði frá breska konungdæminu. „Ekkert okkar ætti að beita þessum faraldri fyrir sér í pólítíkinni,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skota á blaðamannafundi sínum í dag. Sturgeon gaf þá lítið fyrir ummæli Johnson um að mikilvægi breska ríkissjóðsins fyrir Skota. „Værum við sjálfstætt ríki þá myndum við sjá um þetta sjálf, rétt eins og Írar gera,“ sagði Sturgeon. „Ég tel að það ætti enginn að fagna vegna faraldurs sem hefur kostað þúsundir lífið,“ bætti ráðherrann við. Skoðanakannanir teknar í Skotlandi hafa sýnt fram á það að þrefalt meiri ánægja ríkir um störf Sturgeon en Johnson þegar við kemur faraldrinum. Johnson svaraði því ekki beint þegar hann var spurður um mögulegar ástæður fyrir þeim mun. „Ágreiningur í stjórnmálum ætti ekki að skipta neinn máli. Raunveruleikinn er sá að þjóðin er að bregðast við faraldrinum á hátt sem sameinar okkur frekar en að sundra.“ Skotland Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sakaði í dag forsætisráðherra Bretlands um að beita kórónuveirufaraldrinum sem „einhverskonar pólitísku vopni.“ Þessa dagana sækir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Skotland heim í fyrsta sinn frá því í desember síðastliðnum. Sagði ráðherrann að viðbrögð Breta við faraldrinum væri dæmi um einskæran mátt breska konungdæmisins. Skotum hefði beðið efnahagslegar hamfarir ef ekki væri fyrir ríkissjóð Bretlands sem þeim var unnt að leita í. Johnson hafnaði því að hann væri að nota faraldurinn í þeim tilgangi að reyna að efla stuðning skoskra við því að konungdæmið haldist í núverandi mynd en skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda eru hlynntir því að Skotar sækist eftir sjálfstæði frá breska konungdæminu. „Ekkert okkar ætti að beita þessum faraldri fyrir sér í pólítíkinni,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skota á blaðamannafundi sínum í dag. Sturgeon gaf þá lítið fyrir ummæli Johnson um að mikilvægi breska ríkissjóðsins fyrir Skota. „Værum við sjálfstætt ríki þá myndum við sjá um þetta sjálf, rétt eins og Írar gera,“ sagði Sturgeon. „Ég tel að það ætti enginn að fagna vegna faraldurs sem hefur kostað þúsundir lífið,“ bætti ráðherrann við. Skoðanakannanir teknar í Skotlandi hafa sýnt fram á það að þrefalt meiri ánægja ríkir um störf Sturgeon en Johnson þegar við kemur faraldrinum. Johnson svaraði því ekki beint þegar hann var spurður um mögulegar ástæður fyrir þeim mun. „Ágreiningur í stjórnmálum ætti ekki að skipta neinn máli. Raunveruleikinn er sá að þjóðin er að bregðast við faraldrinum á hátt sem sameinar okkur frekar en að sundra.“
Skotland Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira