Skógar brenna og hafís bráðnar í hitabylgunni í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 13:34 Flugvélar voru notaðar til að sleppa vatni yfir elda sem brunnu í þjóðgarði í Burjatíu í sunnanverðri Síberíu fyrr í þessum mánuði. Þá var talið að logaði í um 910 hekturum lands á svæðinu. AP/Almannavarnir Rússlands Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á. Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á.
Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31
Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00