Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 24. júlí 2020 19:48 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum. Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir 140 listamenn vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum.
Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir 140 listamenn vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira