Mögulega hafi mátt gera hlutina öðruvísi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 21:12 Boris Johnson hefur verið forsætisráðherra Bretlands í eitt ár upp á dag. WILL OLIVER/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. Þá sagði hann að suma hluti hefði mögulega mátt gera öðruvísi. Þetta kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Johnson. Þar sagði hann einnig að draga mætti lærdóm af faraldrinum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur sakað ríkisstjórn Johsons, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, um að bregðast rangt við útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. Yfir 45.000 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í Bretlandi og tæplega 300.000 greinst með hana. „Við skildum ekki veirunni á þann hátt sem við hefðum viljað á fyrstu vikunum og mánuðunum,“ sagði Johnson í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann tók við af Theresu May sem forsætisráðherra. „Það mikilvægasta sem við áttuðum okkur ekki á í upphafi var hvernig veiran gat smitast milli manna í gegn um einkennalausa smitbera.“ Tíminn til að líta til baka komi síðar Þá sagðist forsætisráðherrann telja að kryfja þurfi viðbrögð stjórnvalda í upphafi faraldursins, en tækifæri til þess muni koma síðar. „Kannski hefðum við getað gert suma hluti öðruvísi og sá tími mun koma þar sem ráðrúm veitist til að átta okkur á hvað við hefðum getað gert, eða gert öðruvísi.“ Þá sagði hann þjóðina syrgja þau sem hafa orðið veirunni að bráð. „Við syrgjum hvert og eitt einasta þeirra sem týndi lífi sínu og hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ríkisstjórnin gerði.“ Johnson var í apríl síðastliðinn lagður inn á gjörgæslu með veiruna. Hann sagði síðar að brugðið hefði getað til beggja vona hvað hann sjálfan varðaði, og þakkaði heilbrigðisstarfsfólkinu sem sá um hann og hrósaði breska heilbrigðiskerfinu í hástert. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. Þá sagði hann að suma hluti hefði mögulega mátt gera öðruvísi. Þetta kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Johnson. Þar sagði hann einnig að draga mætti lærdóm af faraldrinum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur sakað ríkisstjórn Johsons, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, um að bregðast rangt við útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. Yfir 45.000 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í Bretlandi og tæplega 300.000 greinst með hana. „Við skildum ekki veirunni á þann hátt sem við hefðum viljað á fyrstu vikunum og mánuðunum,“ sagði Johnson í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann tók við af Theresu May sem forsætisráðherra. „Það mikilvægasta sem við áttuðum okkur ekki á í upphafi var hvernig veiran gat smitast milli manna í gegn um einkennalausa smitbera.“ Tíminn til að líta til baka komi síðar Þá sagðist forsætisráðherrann telja að kryfja þurfi viðbrögð stjórnvalda í upphafi faraldursins, en tækifæri til þess muni koma síðar. „Kannski hefðum við getað gert suma hluti öðruvísi og sá tími mun koma þar sem ráðrúm veitist til að átta okkur á hvað við hefðum getað gert, eða gert öðruvísi.“ Þá sagði hann þjóðina syrgja þau sem hafa orðið veirunni að bráð. „Við syrgjum hvert og eitt einasta þeirra sem týndi lífi sínu og hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ríkisstjórnin gerði.“ Johnson var í apríl síðastliðinn lagður inn á gjörgæslu með veiruna. Hann sagði síðar að brugðið hefði getað til beggja vona hvað hann sjálfan varðaði, og þakkaði heilbrigðisstarfsfólkinu sem sá um hann og hrósaði breska heilbrigðiskerfinu í hástert.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira