Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra frá því að hún ætli að leggja fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni í haust.
Við sýnum myndir frá næturlífinu í miðborg Reykjavíkur þegar skemmtistöðum var lokað klukkan ellefu í gærkvöldi og heyrum skoðanir gesta á lokunartímanum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.