Reyndi að ræna gangandi vegfaranda í miðbænum Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 07:25 Aðfaranótt laugardags bárust tilkynningar um ellefu hávaðasöm samkvæmi og þótti það mikið í dagbók lögreglu. Í nótt rötuðu hins vegar 22 hávaðamál á borð lögreglu. Vísir/Vilhelm Maður var handtekinn í miðbænum í nótt eftir að hann ógnaði gangandi vegfarenda og reyndi að ná peningum af honum. Lögreglan stöðvaði einnig framleiðslu fíkniefna í Árbæ þar sem tveir voru handteknir vegna málsins. Þá stöðvaði lögreglan ökumann mótorhjóls í Hlíðunum þar sem ökumaður þess var á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Þar að auki hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru rúmlega 80 mál skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun, samkvæmt dagbók lögreglu. Þá var sérlega mikið um hávaðatilkynningar vegna samkvæma. Aðfaranótt laugardags bárust tilkynningar um ellefu hávaðasöm samkvæmi og þótti það mikið í dagbók lögreglu í gær. Í nótt rötuðu hins vegar 22 hávaðamál á borð lögreglu. Sex voru vistaðir í fangaklefa í nótt. Í Árbænum var lögregla kölluð til í nótt þegar aðilar skutu flugeldum á loft. Þeir voru þó búnir að forða sér þegar lögregluþjóna bar að garði. Þá voru níu ökumenn stöðvaður fyrir ölvunar og eða fíkniefnaakstur. Fjórir voru handteknir vegna slagsmála í miðbænum í nótt en einn þeirra var vistaður í fangaklefa. Þá voru tveir fluttir á bráðamóttöku eftir að þeir féllu á andlitið, annar í miðbænum og hinn í Vesturbænum. Einn var fluttur á slysadeild eftir að hann slasaðist við að stökkva á trampólíni í Kópavogi. Auk þess stöðvuðu lögregluþjónar ökumann sem dró hjólhýsi á Kjalarnesi í gær. Hjólabúnaður hjólhýsisins var, samkvæmt dagbók lögreglu, í „mjög slæmu ástandi“ og var það kyrrsett. Lögreglumál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira
Maður var handtekinn í miðbænum í nótt eftir að hann ógnaði gangandi vegfarenda og reyndi að ná peningum af honum. Lögreglan stöðvaði einnig framleiðslu fíkniefna í Árbæ þar sem tveir voru handteknir vegna málsins. Þá stöðvaði lögreglan ökumann mótorhjóls í Hlíðunum þar sem ökumaður þess var á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Þar að auki hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru rúmlega 80 mál skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun, samkvæmt dagbók lögreglu. Þá var sérlega mikið um hávaðatilkynningar vegna samkvæma. Aðfaranótt laugardags bárust tilkynningar um ellefu hávaðasöm samkvæmi og þótti það mikið í dagbók lögreglu í gær. Í nótt rötuðu hins vegar 22 hávaðamál á borð lögreglu. Sex voru vistaðir í fangaklefa í nótt. Í Árbænum var lögregla kölluð til í nótt þegar aðilar skutu flugeldum á loft. Þeir voru þó búnir að forða sér þegar lögregluþjóna bar að garði. Þá voru níu ökumenn stöðvaður fyrir ölvunar og eða fíkniefnaakstur. Fjórir voru handteknir vegna slagsmála í miðbænum í nótt en einn þeirra var vistaður í fangaklefa. Þá voru tveir fluttir á bráðamóttöku eftir að þeir féllu á andlitið, annar í miðbænum og hinn í Vesturbænum. Einn var fluttur á slysadeild eftir að hann slasaðist við að stökkva á trampólíni í Kópavogi. Auk þess stöðvuðu lögregluþjónar ökumann sem dró hjólhýsi á Kjalarnesi í gær. Hjólabúnaður hjólhýsisins var, samkvæmt dagbók lögreglu, í „mjög slæmu ástandi“ og var það kyrrsett.
Lögreglumál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira