Vardy elstur meðal jafningja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 07:30 Vardy með gullskóinn. Hann er elsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem hlýtur þau verðlaun. Vísir/Getty Images Jamie Vardy tókst ekki að koma í veg fyrir 0-2 tap Leicester City gegn Manchester United í gær þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Tapið þýddi að Leicester endaði í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í öðru til þriðja sæti nær allt tímabilið. Hinn 33 ára gamli Vardy er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Er þetta í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga en hann er að sama skapi elsti leikmaðurinn til að vinna þau verðlaun frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Eight years ago Jamie Vardy was playing in non-league.He's just become the oldest player to win the Premier League Golden Boot after finishing the season with 23 goals https://t.co/BPq2HBFThi pic.twitter.com/vDnvMRezKA— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2020 Vardy skoraði 23 mörk á tímabilinu. Pierre Emerick-Aubameyang virtist ætla að koma sér í baráttuna um gullskóinn er hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford. Aubameyang endaði tímabilið með 22 mörk og hlaut því silfurskórinn. Danny Ings kom svo öllum á óvart og tryggði sér bronsskóinn en hann skoraði einnig 22 mörk. Hann spilaði hins vegar fleiri leiki en Aubameyang. Vardy er eins og áður sagði elsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin en metið var í eigu Didier Drogba - fyrrum leikmanns Chelsea - sem vann þau fyrir áratug síðan, þá 32 ára að aldri. Kevin De Bruyne - miðvallarleikmaður Manchester City - var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en hann lagði upp 20 mörk. Jafnaði hann þar með met Thierry Henry - fyrrum leikmanns Arsenal - frá tímabilinu 2002-2003. Þá hlaut Ederson - markvörður Man City - gullhanskann en þann titil fær sá markvörður sem heldur oftast hreinu í deildinni. Alls spilaði Ederson 16 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Jamie Vardy tókst ekki að koma í veg fyrir 0-2 tap Leicester City gegn Manchester United í gær þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Tapið þýddi að Leicester endaði í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í öðru til þriðja sæti nær allt tímabilið. Hinn 33 ára gamli Vardy er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Er þetta í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga en hann er að sama skapi elsti leikmaðurinn til að vinna þau verðlaun frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Eight years ago Jamie Vardy was playing in non-league.He's just become the oldest player to win the Premier League Golden Boot after finishing the season with 23 goals https://t.co/BPq2HBFThi pic.twitter.com/vDnvMRezKA— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2020 Vardy skoraði 23 mörk á tímabilinu. Pierre Emerick-Aubameyang virtist ætla að koma sér í baráttuna um gullskóinn er hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford. Aubameyang endaði tímabilið með 22 mörk og hlaut því silfurskórinn. Danny Ings kom svo öllum á óvart og tryggði sér bronsskóinn en hann skoraði einnig 22 mörk. Hann spilaði hins vegar fleiri leiki en Aubameyang. Vardy er eins og áður sagði elsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin en metið var í eigu Didier Drogba - fyrrum leikmanns Chelsea - sem vann þau fyrir áratug síðan, þá 32 ára að aldri. Kevin De Bruyne - miðvallarleikmaður Manchester City - var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en hann lagði upp 20 mörk. Jafnaði hann þar með met Thierry Henry - fyrrum leikmanns Arsenal - frá tímabilinu 2002-2003. Þá hlaut Ederson - markvörður Man City - gullhanskann en þann titil fær sá markvörður sem heldur oftast hreinu í deildinni. Alls spilaði Ederson 16 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55