Vardy elstur meðal jafningja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 07:30 Vardy með gullskóinn. Hann er elsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem hlýtur þau verðlaun. Vísir/Getty Images Jamie Vardy tókst ekki að koma í veg fyrir 0-2 tap Leicester City gegn Manchester United í gær þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Tapið þýddi að Leicester endaði í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í öðru til þriðja sæti nær allt tímabilið. Hinn 33 ára gamli Vardy er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Er þetta í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga en hann er að sama skapi elsti leikmaðurinn til að vinna þau verðlaun frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Eight years ago Jamie Vardy was playing in non-league.He's just become the oldest player to win the Premier League Golden Boot after finishing the season with 23 goals https://t.co/BPq2HBFThi pic.twitter.com/vDnvMRezKA— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2020 Vardy skoraði 23 mörk á tímabilinu. Pierre Emerick-Aubameyang virtist ætla að koma sér í baráttuna um gullskóinn er hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford. Aubameyang endaði tímabilið með 22 mörk og hlaut því silfurskórinn. Danny Ings kom svo öllum á óvart og tryggði sér bronsskóinn en hann skoraði einnig 22 mörk. Hann spilaði hins vegar fleiri leiki en Aubameyang. Vardy er eins og áður sagði elsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin en metið var í eigu Didier Drogba - fyrrum leikmanns Chelsea - sem vann þau fyrir áratug síðan, þá 32 ára að aldri. Kevin De Bruyne - miðvallarleikmaður Manchester City - var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en hann lagði upp 20 mörk. Jafnaði hann þar með met Thierry Henry - fyrrum leikmanns Arsenal - frá tímabilinu 2002-2003. Þá hlaut Ederson - markvörður Man City - gullhanskann en þann titil fær sá markvörður sem heldur oftast hreinu í deildinni. Alls spilaði Ederson 16 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Jamie Vardy tókst ekki að koma í veg fyrir 0-2 tap Leicester City gegn Manchester United í gær þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Tapið þýddi að Leicester endaði í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í öðru til þriðja sæti nær allt tímabilið. Hinn 33 ára gamli Vardy er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Er þetta í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga en hann er að sama skapi elsti leikmaðurinn til að vinna þau verðlaun frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Eight years ago Jamie Vardy was playing in non-league.He's just become the oldest player to win the Premier League Golden Boot after finishing the season with 23 goals https://t.co/BPq2HBFThi pic.twitter.com/vDnvMRezKA— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2020 Vardy skoraði 23 mörk á tímabilinu. Pierre Emerick-Aubameyang virtist ætla að koma sér í baráttuna um gullskóinn er hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford. Aubameyang endaði tímabilið með 22 mörk og hlaut því silfurskórinn. Danny Ings kom svo öllum á óvart og tryggði sér bronsskóinn en hann skoraði einnig 22 mörk. Hann spilaði hins vegar fleiri leiki en Aubameyang. Vardy er eins og áður sagði elsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin en metið var í eigu Didier Drogba - fyrrum leikmanns Chelsea - sem vann þau fyrir áratug síðan, þá 32 ára að aldri. Kevin De Bruyne - miðvallarleikmaður Manchester City - var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en hann lagði upp 20 mörk. Jafnaði hann þar með met Thierry Henry - fyrrum leikmanns Arsenal - frá tímabilinu 2002-2003. Þá hlaut Ederson - markvörður Man City - gullhanskann en þann titil fær sá markvörður sem heldur oftast hreinu í deildinni. Alls spilaði Ederson 16 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55